Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
CP ═sland
CP ═sland
Opna valmynd Loka valmynd
 

Fyrsta tímabilið eftir greiningu

Þegar barn greinist með heilalömun þýðir það að þið sem foreldrar hafið loks fengið svar við spurningunum um orsakir ýmissa vandamála sem við hafa blasað. Nú getið þið leitað ykkur frekari þekkingar og upplýsinga um það hvernig þið getið best hjálpað barninu ykkar og stutt það. Þessu getur fylgt mikill léttir.

En greiningu á heilalömun getur líka fylgt mikil sorg. Það er nefnilega ekki til nein lækning við sjúkdómnum og fötluninni sem hann veldur. Heilalömunin mun fylgja barninu ykkar ævina á enda. Það er því mikilvægt að þið sem foreldrar búið ykkur vel undir lífið með heilalömuninni og aflið ykkur víðtækrar þekkingar á eðli og afleiðingum fötlunarinnar. Vitsmunalegar og líkamlegar skerðingar munu í meiri eða minni mæli hafa áhrif á líf barnsins og þið munuð einnig, sem fjölskylda, þurfa stuðning og ráðgjöf.

Stundum getur greiningin einnig leitt til sektarkenndar yfir því að hafa ekki hugað nægilega vel að sér á meðgöngunni. Þetta eru alveg eðlileg viðbrögð, en það verður þó að gæta þess að þessi tilfinning nái ekki tökum á ykkur. Engar rannsóknir eða heimildir benda til að lífsstíll eða atferli foreldra geti valdið því að barnið fær heilalömun.

Við vitum að heilalömun getur meðal annars orsakast af súrefnisskorti á meðgöngu eða í fæðingu og það eru aðstæður sem lifnaðarhættir foreldra hafa engin áhrif á. Þið ættuð því að gleyma öllu um sektarkennd og sjálfsásökun. Sú þekking sem við höfum í dag segir okkur að þið hefðuð ekki getað gert neitt öðruvísi – það er ekki ykkar sök að barnið er með heilalömun.