Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
CP ═sland
CP ═sland
Opna valmynd Loka valmynd
 

Fiskur er frábær

Hvers vegna er fiskur svona holl fæða? Það hefur löngum verið hluti af almennum ráðleggingum um mataræði að borða mikið af fiski – helst tvisvar í viku.

Það er vegna þess að í fiski er að finna samsetningu fitusýra sem allt bendir til að geti komið í veg fyrir myndun blóðtappa í hjarta og heila.

Það sem gerir ómega 3-fitusýrur sérstakar er að mannslíkaminn getur ekki myndað þær nema í mjög takmörkuðum mæli – og þess vegna þurfum við að afla þeirra gegnum mataræði okkar. Þær eru það sem kallast lífsnauðsynlegar fitusýrur, því þær eru nauðsynlegar til að tryggja eðlilegan þroska og virkni vefja og líffæra líkamans, þar á meðal heilans.

Verndandi áhrif fitusýra gegn blóðtappa stafa af því að þær stuðla að því að hefta storknun blóðsins, en það er þó ekki mikilvægasta ástæðan fyrir því að þær skipta svona miklu máli fyrir heilann. Heilinn samanstendur nefnilega að miklu leyti af fitu – um það bil 60% heilans eru fita – og þar af er helmingurinn fjölómettaðar fitusýrur. Ómega 3-fitusýrurnar eru nauðsynlegar við uppbyggingu á himnum fitusýranna og lífsnauðsynlegar til að taugafrumurnar starfi eðlilega og geti átt virk boðskipti. Ómega 3-fitusýrur örva myndun ýmissa efna sem eru veigamikil fyrir mótanleika og breytingar taugafrumnanna, í tengslum við þroska og viðhald heilans.

Það væri auðvitað afskaplega þægilegt ef við þyrftum bara að borða eins mikinn fisk og við getum í okkur látið, en svo einfalt er það því miður ekki. Í fyrsta lagi þarf að huga vel að því hvaða fisktegundir þú borðar helst. Það er nefnilega þannig að því feitari sem fiskurinn er, þeim mun auðugri er hann af ómega 3-fitusýrum. Það er mikill munur á magninu milli hinna ýmsu fisktegunda, en tegundirnar sem við köllum „feitan fisk“, svo sem lax, makríll og síld, eru klárlega efstar á listanum.

Auk þess þarf að hafa í huga að tiltekin fisktegund getur innihaldið afar mismikið af ómega 3-fitusýrum, allt eftir uppruna fisksins. Lax úr eldiskví inniheldur t.d. minna af ómega-3 en villtur lax. Annað vandamál er að eiturefni í umhverfinu, t.d. kvikasilfur, safnast fyrir í fituvefjum fiska – einkum í feitari fiskum. Í dag getum við líka tekið inn lýsi í hylkjum. Ef það er gert þarf hins vegar að hafa í huga að sumar gerðir lýsishylkja innihalda aðeins tiltölulega lítið af ómega 3-fitusýrum.