Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
CP ═sland
CP ═sland
Opna valmynd Loka valmynd
 

Næringarefni og heilsute
 

Úridín

Úridín er einkum að finna í reyrsykri og tómötum og er forefni fyrir sumar fitusýranna sem eru nauðsynlegar fyrir uppbyggingu taugafrumnanna. Ensímin sem koma að uppbyggingu þessara frumna örvast af úridíni og þá eflist myndun fitusýranna. Úridín örvar einnig mörg genanna sem eru ábyrg fyrir myndun tenginga milli taugafrumna.


Kólín

Kólín er mjög mikilvægt fyrir starfsemi líkamans og það þarf því að tryggja að daglegt mataræði innihaldi kólín. Kólín er flokkað sem B-vítamín og er einkum að finna í eggjum, sojabaunum, linsubaunum og lifur. Kólín er nauðsynlegt forefni fyrir sumar fitusýranna sem eru mikilvægur hluti af himnum taugafrumanna og gegna veigamiklu hlutverki fyrir boðsendingaeiginleika þeirra. Kólín er auk þess nauðsynlegt til myndunar asetýlkólíns, sem tryggir sendingar boða frá hreyfitaugafrumunum til vöðvanna og er einnig hluti af því kerfi heilans sem stjórnar námi, tilfinningum og minni. Framleiðsla fitusýra og asetýlkólíns í heilanum eykst þegar þú borðar mat sem inniheldur kólín.

 


Grænt te

Grænt te hefur um áratuga skeið verið skilgreint sem hollustudrykkur. Þar af leiðandi hafa einnig verið gerðar ýmsar rannsóknir á því hvort grænt te hefur í raun jákvæð áhrif á margs konar sjúkdóma, svo sem krabbamein, blóðtappa í heila og hjarta, mænusigg (MS-sjúkdóminn), elliglöp og Parkinsons-sjúkdóminn.