Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
CP ═sland
CP ═sland
Opna valmynd Loka valmynd
 

Vítamín fyrir heilann

Vítamín eru nauðsynleg líkamanum og þar sem líkaminn getur ekki sjálfur framleitt vítamín þarf að fá þau gegnum mataræði, í litlum skömmtum. Mismunandi vítamín hafa mismunandi áhrif. Sum þeirra virka sem forefni fyrir ensímin sem hafa afgerandi áhrif á efnaskipti líkamans. Önnur vítamín virka sem hormón og enn önnur sem andoxunarefni.

Vítamín hafa einnig áhrif á virkni fjölmargra líffæra, þar á meðal heilans. Að öllu jöfnu er talið að „venjulegt, fjölbreytt mataræði“ dugi til að uppfylla vítamínþörf okkar. Það þýðir að það þarf ekki að huga sérstaklega að vítamíninnihaldinu í matvælunum til að vera viss um að maður sé að fá nóg af vítamínum, en þess er þó vert að geta að D- og E-vítamín eru sérstaklega mikilvæg fyrir starfsemi heilans.

Inntaka vítamína í stórum skömmtum getur verið beinlínis hættuleg og leitt til tauga- og lifrarskemmda, svo eitthvað sé nefnt. Að því er varðar sum af fituleysanlegu vítamínunum getur verið skaðlegt að taka inn skammt sem er aðeins tvisvar til þrisvar sinnum stærri en ráðlagður skammtur. Mikilvægt er því að fylgja ráðleggingum um skammtastærð.


A-vítamín

A-vítamín er fituleysanlegt vítamín og til að líkaminn geti nýtt sér vítamínið þarf að gæta þess að mataræðið innihaldi fitu. A-vítamín getur safnast upp í  líkamanum, einkum í lifrinni og fituvefjunum. Það er því ekki jafnmikilvægt að neyta A-vítamíns daglega og það er að fá sum önnur vítamín daglega. A-  vítamínskortur getur m.a. valdið náttblindu. A-vítamín er til staðar frá náttúrunnar hendi í fjölda fæðutegunda, t.d. gulrótum, brokkólíi, káli, lifur o.fl.

 


B-vítamín

B-vítamín er vatnsleysanlegt vítamín og líkaminn þarf að fá nægilegt magn af því á degi hverjum, þar sem það getur ekki safnast fyrir í líkamanum. Þetta vítamín stuðlar að eðlilegri virkni heilans og annarra líffæra og skortur á því getur valdið minnistruflunum, sem og tilfinningalegu ójafnvægi. Heilkorn, kartöflur, bananar, linsubaunir, chilialdin og baunir eru allt B-vítamínauðug matvæli. Heilkorn, kartöflur, bananar, linsubaunir, chilialdin og baunir eru allt B-vítamínauðug matvæli.


 

C-vítamín

C-vítamín er eitt af vatnsleysanlegu vítamínunum og líkaminn þarf að fá nægilegt magn af því á degi hverjum, þar sem það getur ekki safnast fyrir í líkamanum. Þetta vítamín stuðlar að eðlilegri virkni heilans og annarra líffæra. C-vítamín er öflugt andoxunarefni og hefur verndandi áhrif á allar frumur líkamans. C-vítamín hefur einnig áhrif á virkni margra ensíma líkamans. C-vítamín er einkum að finna í sítrusávöxtum.

 


D-vítamín

D-vítamín er fituleysanlegt vítamín og til að líkaminn geti nýtt sér vítamínið þarf að gæta þess að mataræðið innihaldi fitu. D-vítamín getur safnast upp í líkamanum, einkum í lifrinni og fituvefjunum. Það er því ekki nauðsynlegt að neyta D-vítamíns daglega. D-vítamín var áður aðeins tengt sérstaklega við byggingu beinanna, en nýjar rannsóknir benda til að D-vítamín kunni einnig að gegna veigamiklu hlutverki við þroska og virkni heilans. D-vítamínviðtakar eru víða í heilanum, einkum á þeim svæðum sem tengjast virkni heilans og minnisferlum hans. Ýmsar rannsóknir benda einnig til þess að D-vítamínskortur sé talsvert algengur. Það sem gerir D-vítamín sérstakt er að það getur myndast í húðinni og að sólarljós örvar myndun þess. Ef þú færð ekki nóg af sólarljósi áttu því sérstaklega á hættu að fá ekki nægilegt D-vítamín. Myndun D-vítamíns í húðinni er því enn ein frábær ástæða til að fara út í ferskt loft og njóta sólarinnar þegar færi gefst – sérstaklega fyrir okkur á norðlægari slóðum. Veldu matvæli sem eru auðug af D-vítamíni, t.d. lýsi, lax og sardínur.

 


E-vítamín

E-vítamín er fituleysanlegt vítamín og til að líkaminn geti nýtt sér vítamínið þarf að gæta þess að mataræðið innihaldi fitu. E-vítamín getur safnast upp í líkamanum, einkum í lifrinni og fituvefjunum. Það er því ekki nauðsynlegt að fá þetta vítamín daglega, eins og þarf að huga að með vatnsleysanlegu vítamínin. E-vítamín er andoxunarefni og verndar frumur líkamans, þar á meðal taugafrumurnar. E-vítamín er að finna í mörgum hnetutegundum og í ávöxtum.