Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
CP ═sland
CP ═sland
Opna valmynd Loka valmynd
 

Steinefni fyrir heilann

Steinefni eru efni sem hjálpa vítamínunum að virka sem skyldi. Það mætti einnig segja að þau virki sem eins konar byggingareiningar fyrir líkamann, til dæmis í beinum og tönnum. Þau geta hins vegar einnig gegnt öðrum hlutverkum, svo sem að stilla taugakerfið eða viðhalda jafnvægi vökva og salts í líkamanum. Mikilvægustu steinefnin, og þau sem eru nauðsynleg öllum sem vilja að líkaminn starfi sem best, eru m.a.:


Seleníum

Seleníum er frumefni sem er mjög eitrað í stórum skömmtum, en nauðsynlegt í smáum skömmtum til að tryggja eðlilega virkni frumnanna í líkamanum, þar á meðal taugafrumnanna. Seleníum er nauðsynlegt fyrir mörg ensímanna sem koma við sögu í efnaskiptum frumnanna. Seleníum er einnig mikilvægt fyrir þroska heilans. Það getur hamlað niðurbroti frumna. Seleníumskortur kemur yfirleitt ekki fram hjá þeim sem borða venjulega, fjölbreytta fæðu, þar sem seleníum er til staðar í fjölmörgum fæðutegundum og það þarf ekki sérlega mikið af því til að fullnægja þörf líkamans. Seleníum er einkum að finna í hnetum, fiski og eggjum.
 

Járn

Járn er m.a. nauðsynlegt við myndun og þroska taugafrumna. Það er því sérstaklega mikilvægt að börn fái nægilega mikið járn. Margar rannsóknir benda til þess að börn í aldurshópnum 6–12 mánaða eigi sérstaklega á hættu að fá ekki nægilega mikið járn og þetta virðist geta haft áhrif á hreyfiþroska og vitsmunaþroska þeirra. Járn virðist einnig hafa áhrif á boðefni í heilanum sem kallast mónóamín. Mónóamín hafa áhrif á bæði tilfinningar okkar og vitsmunalega starfsemi okkar. Besta járnuppsprettan er kjöt og það er einmitt járnið sem við fáum úr kjötinu sem er með mestu upptökuna í líkamanum.


Kopar

Kopar í snefilmagni er nauðsynlegur til að ensímin hafi rétt áhrif á virkni frumnanna. Kopar er sérstaklega mikilvægur fyrir þroska taugakerfisins og koparskortur á mótunarstigi getur því valdið varanlegum heilaskaða – sem fram til þessa hefur verið staðfestur við tilraunir á dýrum. Ekki liggur fyrir hver ráðlagður dagskammtur af kopar ætti að vera. Kopar finnst í snefilmagni í flestum plöntum og einnig í m.a. súkkulaði og reyrsykri.

 


Sink

Sink er nauðsynlegt til að tryggja eðlilega virkni fjölda líffæra, þar á meðal heilans. 10% af sinkinu í líkamanum er í heilanum og sinkskortur hefur áhrif á virkni heilans. Sink er einkum að finna í rauðu kjöti og lifur, en einnig í hnetum, möndlum og sólberjum.