Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
CP ═sland
CP ═sland
Opna valmynd Loka valmynd
 

Krydd fyrir heilann

Krydd lífgar upp á allan mat og án krydds yrði margur matur fremur óspennandi. En hvað finnst okkur gott á bragðið – fyrir utan salt og pipar – og hvaða krydd hafa áhrif á virkni heilans
Rannsóknir benda til að þrjár kryddjurtir hafi einkum áhrif á heilann, hver á sinn hátt.


Túrmerik

Túrmerik er upprunnið á Indlandi og tilheyrir engiferfjölskyldunni. Túrmerik er ekki bara skærgult og hressandi á litinn heldur hafa fjölmargar rannsóknir sýnt fram á að jurtin hefur verndandi áhrif á heilann. Sýnt hefur verið fram á tengsl milli neyslu túrmeriks og afkasta heilans hjá mönnum.

  
 

Rósmarín

Rósmarín inniheldur margs konar efni sem geta haft verndandi áhrif á heilann. Ýmislegt bendir til að rósmarínsýra geti aukið framleiðslu taugafrumna í þeim hlutum heilans sem tengjast minninu. Tilraunir á dýrum hafa sýnt að rósmarínsýra getur haft jákvæð áhrif á þunglyndi.


 

Salvia

Salvía hefur verið nýtt sem lækningajurt allt frá tímum Rómverja til forna og það má einnig lesa úr nafni jurtarinnar („salvia“ merkir „að græða“). Í dag benda skjalfestar rannsóknir til þess að salvía geti slegið á vöðvaspasma og minnkað minnistap vegna elliglapa að vissu marki..