Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
CP ═sland
CP ═sland
Opna valmynd Loka valmynd
 

Um félagið

Félag CP á Íslandi var stofnað árið 2001. CP stendur fyrir Cerebral Palsy sem þýtt hefur verið heilalömun á íslensku. 

Markmið CP f‘élagsins er að beita sér í hvívetna fyrir hagsmunum hreyfihamlaðra einstaklinga sem greinst hafa með Cerebral Palsy (CP). Félagið mun standa fyrir söfnun upplýsinga um CP og miðlun þeirra. Ennfremur mun félagið efla samstarf fagfólks og aðstandanda og stuðla að faglegri umræðu um málefni, úrræði og nýjungar sem tengjast CP. 

Starfsemi CP félagsins er fjármögnuð með félagsgjöldum og gjöfum einstaklinga,félagasamtaka og fyrirtækja. Styrktarreikningur félagsins er 0515-14-605648.

Félagið er öllum opið og er hægt að skrá sig hér á síðunni undir Gerast félagi. Árgjald er ákveðið á aðalfundi en það er nú 3.000 kr.

Félagið er með skrifstofu aðstöðu hjá Sjónarhóli að Háaleitisbraut 13 2. hæð.

Hægt er að senda fyrirspurninir á cp@cp.is eða hringja í síma 691-8010.