Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
CP ═sland
CP ═sland
Opna valmynd Loka valmynd
 

Hvað er bragð?

Hefur þú prófað að borða kartöfluflögur með eyrnatappa? Það er bara alls ekki jafn gott ef maður heyrir ekki brakið í flögunum! Það er líka frekar óspennandi að borða flögur sem hafa blotnað og eru ekki lengur stökkar og brotna ekki eins og þær eiga að gera, jafnvel þótt bragðið sé í raun nákvæmlega eins. Heyrn og önnur skynræn upplifun á matnum sem við borðum hefur mikil áhrif á bragðið sem við finnum í munninum.

Þú kannast áreiðanlega líka við það að þegar maður er kvefaður er eins og maður finni ekkert bragð af mat. Það stafar ekki af því að bragðlaukarnir í munninum séu slævðir vegna kvefsins heldur af því að stór hluti af bragðupplifuninni er í raun falinn í lyktinni af matnum – bæði á diskinum og þegar í munninn kemur. Það er þó sjónin sem hefur mest áhrif á bragðupplifunina.

Öll skilningarvitin notuð

Hvers vegna er upplifun okkar af bragði háð svona mörgum skilningarvitanna – en ekki bara bragðlaukunum? Taugafrumur í heilanum flytja og vinna úr upplýsingum frá bragðlaukunum í munninum, frá lyktarfrumunum í nefinu og frá sjóninni, sem og frá heyrninni, snertiskyninu, tungunni og vöðvunum sem við notum til að tyggja. Upplýsingar frá öllum þessum svæðum geta bæði eflt og veikt bragðupplifunina.

Taugafrumurnar sem vinna úr upplýsingunum frá bragðlaukunum og þau svið heilans sem tengjast hugsunum, þá einkum tilfinningum, eru líka nátengd. Þú hefur áreiðanlega upplifað að matur bragðist öðruvísi þegar þú ert í góðu skapi og þér líður vel en þegar þú ert illa stemmd(ur). Það sem þú borðar getur líka haft áhrif á geðslagið. Í dag vitum við að þegar við borðum mat sem okkur þykir góður losnar dópamín á „verðlaunasvæði“ heilans. Dópamín virkjar þau svæði í heilanum sem tengjast gleði og löngun.

Það hefur einnig áhrif á þær taugafrumnanna sem stjórna hungri og seddu. Það leikur enginn vafi á því að matur bragðast öðruvísi þegar maður er mjög svangur en þegar maður er vel saddur. Matur getur bragðast guðdómlega við einar kringumstæður og nánast verið bragðvondur við aðrar kringumstæður.