Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
CP ═sland
CP ═sland
Opna valmynd Loka valmynd
 

Hollráð um mataræði

Maturinn sem þú borðar gerir annað og meira en að metta. Hann inniheldur næringarefni sem eru mikilvæg heilsu þinni og hámarka virkni líkamans. Þess vegna ætti að líta á hollt og rétt og „heilamiðað“ mataræði sem fjárfestingu í góðri heilsu. Það er reyndar ekkert erfitt að borða hollan mat, ef maður hefur þetta þrennt í huga:

  • Gerðu mataræðið fjölbreytt með því að borða margs konar grænmeti, margs konar ávexti, margs konar ber, ýmsar gerðir brauða, margs konar fisktegundir, margs konar kjöttegundir og svo framvegis.
  • Borðaðu í hófi, en hafðu matinn góðan og næringarríkan, og gættu þess að mataræðið sé fjölbreytt til að þú þurfir ekki að borða meira en þú þarft á að halda á degi hverjum.
  • Gættu þess vel að mataræðið sé í góðu jafnvægi með hliðsjón af orku. Ef þú borðar mat sem inniheldur meiri orku en þú þarft að nota getur það valdið yfirþyngd, sem eykur líkurnar á ýmsum sjúkdómum – en ef maturinn er ekki nógu orkuríkur getur það komið niður á heilsu beina og valdið öðrum kvillum.

Við höfum tekið saman nokkur ráð um mataræði sem geta hjálpað þér að tryggja að mataræðið verði bæði gott og næringarríkt:

Borðaðu ávexti og grænmeti

Ávextir og grænmeti eru orkurík fæða sem inniheldur mikið af trefjum og er auðug af vítamínum, steinefnum og andoxunarefnum – en það eru allt mikilvæg efni til að bæta heilsuna og hámarka virkni líkamans. Ráðlagt er að borða 6 skammta af grænmeti og ávöxtum daglega, gjarnan í nokkuð jöfnum hlutföllum.

Borðaðu fisk og fiskálegg

Það er gott að borða bæði fituríkan fisk (t.d. makríl, síld eða lax) og magrari fisk. Þannig færðu bæði D-vítamín og hollu olíurnar úr fiskinum. Einnig er ráðlagt að borða fisk nokkrum sinnum í viku – gjarnan einnig sem álegg.

Borðaðu kartöflur, hrísgrjón, pasta, korn og gróft rúgbrauð

Þessar fæðutegundir ættu að vera veigamikill hluti af daglegu mataræði.

Minnkaðu sykurinn eftir megni – sérstaklega hvað varðar gosdrykki, sælgæti og sætar kökur

Gosdrykkir, sælgæti og sætar kökur innihalda mikið af hitaeiningum en engin vítamín eða önnur góð og nauðsynleg næringarefni. Ef þú drekkur mikið af gosdrykkjum eða borðar oft sælgæti og sætar kökur mettarðu líkamann af hitaeiningum og þá verður ekki „pláss“ í hitaeiningabókhaldinu fyrir matvælin með hollu næringarefnunum.

Gættu hófs í neyslu kjöts og fituríkrar mjólkurvöru

Það er engin ástæða til að fá „fitufælni“, því að fita er nauðsynleg fyrir margs konar líkamlega starfsemi og bæði kjöt og mjólkurvara innihalda önnur góð og holl næringarefni en fituna – t.d.°vítamín, steinefni og prótín, sem hafa öll mikilvægu hlutverki að gegna. Fitan í matnum inniheldur margs konar fitusýrur, fituleysanleg vítamín og kólesteról. Fitusýrur, fituleysanleg vítamín og kólesteról eru allt mikilvæg byggingarefni fyrir vefi og frumur líkamans. Fita er mikilvægur hluti af mýelínslíðrunum sem umlykja taugaþræðina á milli heilans og vöðvanna og sem sjá um að senda skilaboð milli heilans og vöðvanna. Fitusýrur geta verið ýmist mettaðar eða ómettaðar. Í dag er almennt talið að æskilegt sé að draga úr neyslu mettaðra fitusýra. Slíkar fitusýrur er einkum að finna í dýraafurðum, svo sem kjöti og fituríkum mjólkurvörum. Á hinn bóginn eru einmitt þær fæðutegundir mjög ríkar af mikilvægum næringarefnum á borð við járn, amínósýrur og kalk og því ætti ekki að forðast þær, heldur gæta hófs í neyslu fituríkustu varanna.

Drekktu vatn við þorsta

Líkami þinn tapar um það bil 2–2,5 lítrum af vatni daglega um útöndun, svita og salernisferðir. Það þarf þess vegna að drekka til að viðhalda vökvajafnvægi líkamans.  Eitthvað af vökvanum fæst gegnum mat en það eru þó aðeins 0,7 lítrar og hina 1,3–1,8 lítrana ætti að drekka jafnt og þétt yfir daginn. Þetta magn eykst að sjálfsögðu við líkamlega áreynslu og þegar þú svitnar mikið. Vökvaskortur veldur óþægindum og það þarf ekki nema svolítinn°vökvaskort til að draga verulega úr líkamlegri getu. Það þarf því að muna að drekka vel af vatni í dagsins önn.

Borðaðu fjölbreyttan mat

Fjölbreytt mataræði snýst ekki bara um að borða eitt í morgunverð og annað í hádegis- og kvöldmatinn. Fjölbreytt mataræði snýst um að velja margs konar hráefni. Gulrætur eru kannski uppáhaldsgrænmetið þitt en ef þú borðar ekkert annað grænmeti mun þig skorta mikilvæg vítamín sem þú gætir fengið°úr öðrum grænmetistegundum.

Hreyfðu þig

Að hreyfa sig tengist mataræði í raun ekki beint en við nefnum það samt, vegna þess að hreyfing er líkamleg athöfn og sem slík tengist hún mataræði mjög, enda þarf að vera gott jafnvægi á milli þess sem við neytum og þess sem við brennum. Að hreyfa sig. Að nota líkamann. Líkamleg virkni er mikilvæg því hún eykur færni vöðvanna við að brenna orku. Með líkamlegri virkni viðheldurðu vöðvamassanum og virkni vöðvanna og það stuðlar að beinaheilsu og getur fyrirbyggt sjúkdóma. Auk þess er vitað að regluleg líkamleg hreyfing bætir einnig starfsemi heilans. Líkamleg virkni er því ekki aðeins holl fyrir líkamann – heldur líka fyrir heilann.