Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
CP ═sland
CP ═sland
Opna valmynd Loka valmynd
 

Heilinn og hreyfing

Líkamlegar athafnir hafa áhrif á heilann og virkni hans. Þegar þú framkvæmir líkamlegar athafnir, af hvaða tagi sem er, eiga sér stað breytingar á tengingum milli heilafrumnanna og á eiginleikum heilafrumnanna og um leið öðlastu aukna færni í því sem við köllum „hreyfinám“.

Í grunninn snýst þetta um að þau ferli sem heilinn notar til að stjórna hreyfingunum batna í hvert sinn sem þú framkvæmir hreyfingu. Mótanleiki heilans (e. neuroplasticity) – það er að segja, færni heilans til að taka breytingum – er alger forsenda þess að heilinn starfi eðlilega, en það getur ýmislegt orðið til að hafa áhrif á þessa aðlögunarhæfni, í mismiklum mæli.

Mótanleikinn ræðst af þeirri gerð örvunar sem knýr heilann til aðlögunar, en mótanleiki einkennist ævinlega af því að vera háður virkni. Þetta þýðir að viðbragð við taugaboðum setur taugakerfið sem heild af stað og því oftar sem það kerfi er virkjað, og um leið notað, þeim mun betra og skilvirkara verður það.

Þegar heilinn er „mættur í vinnuna“ virkjast taugakerfið í kjölfar skynhrifa, viðbragðs eða endurgjafar frá öðrum líffærum í líkamanum. Heilinn greinir þá hvert er skilvirkasta kerfið til að framkvæma verkefnið og virkjar það kerfi.

Þar af leiðir að heilinn notar aðeins það magn af orku sem hann þarfnast hverju sinni og hefur því aðgang að orkuforða sem dugar honum til að vera tilbúinn og virkur, án þess að þurfa að taka sér hlé. Að heilinn skuli vera „mótanlegur“ merkir því í raun að hann er hvenær sem er fær um að breytast og endurstilla sig. Hann getur breytt kerfunum sem hann notar til að þau henti betur tilteknum aðstæðum.