Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
CP ═sland
CP ═sland
Opna valmynd Loka valmynd
 

Meðfæddur heilaskaði og mataræði

Fyrir börn með meðfæddan heilaskaða er einkum tvennt sem gerir að verkum að það er mikilvægt að leggja áherslu á mataræði. Í fyrsta lagi hefur skert virkni í heilanum hugsanlega áhrif á efnaskipti og stjórnun fæðuupptöku. Hjá sumum börnum leiðir þetta til þess að barnið – og um leið heili þess – fær ekki alltaf þá næringu sem er nauðsynleg til að geta þroskast og vaxið eðlilega. Í öðru lagi er mikilvægt að tiltekin efni séu ævinlega aðgengileg heilanum og það aðgengi hefur áhrif á nám og þroska almennt séð, en þó sérstaklega hjá fólki með heilaskaða.

Þetta tvennt eru helstu ástæður þess að mataræðið ætti, svo sem kostur er, að innihalda þau efni sem eru mikilvægust fyrir virkni heilans. Heilinn getur bætt virkni sína með því að vinna úr nýrri reynslu og með einstaklingsmiðaðri þjálfun.

Til að slík þjálfun hafi tilætluð áhrif er nauðsynlegt að hún sé markviss og sniðin að hverju barni fyrir sig. Til að heilinn þroskist og taki framförum er einnig nauðsynlegt að hann fái öll nauðsynleg næringarefni. Þess vegna þurfa þau næringarefni sem eru heilanum nauðsynleg helst að vera sjálfsagður hluti af daglegu mataræði.

Gott mataræði

Rétt samsetning mataræðis getur tryggt öll nauðsynleg næringarefni. Rannsóknir hafa sýnt að börn með meðfæddan heilaskaða eru oft með skerta upptöku vítamína og steinefna. Skortur á þessum næringarefnum getur leitt til skerðingar á vitsmunalegri starfsemi og valdið námserfiðleikum. Það er því afar mikilvægt fyrir börn með meðfæddan heilaskaða að mataræði þeirra innihaldi öll þau vítamín og steinefni sem heilinn þarfnast.

Skjalfestar rannsóknir sýna einnig að börn með meðfæddan heilaskaða hafa einnig þörf fyrir viðbótarnæringu, þar sem þau hafa oft skerta stjórn á efnaskiptum og það leiðir til þess að líkaminn þarf að fá meira magn fæðu en venjulega til að viðhalda viðunandi vaxtarkúrfu – þá einkum á fyrsta aldursárinu. Seinkun á vexti og næringarskortur hefur ekki aðeins áhrif á heilann heldur á öll virknisvið barnsins. Þegar mataræðið er ekki rétt hefur það nefnilega líka áhrif á andlega líðan, hreyfiþroska og félagsþroska. Auk þess hefur mataræði mikil áhrif á námsgetu, einbeitingu og athygli.

Enga matvendni, takk

Matvendni er algengt vandamál í barnafjölskyldum og þetta er sérstaklega áberandi í fjölskyldum fatlaðra barna. Foreldrum kann því að hrjósa hugur við að eiga að taka upp nýtt mataræði, eins og „Food for Brains“.  Það er afar mikilvægt að öll fjölskyldan taki þátt í breytingunni allt frá upphafi. Allir geta tekið þátt og allir njóta góðs af því að fá rétta heilanæringu. Við höfum tekið saman nokkur hollráð um hvernig vinna má bug á matvendninni:

Allir taka virkan þátt – fyrir og eftir máltíðina, ekki bara á meðan á máltíð stendur. Þegar maður tekur sjálfur þátt í matargerðinni verður maður spenntari fyrir matnum – og það á líka við um börnin.

  • Berið matinn fram þannig að hver hluti máltíðarinnar sé aðgreindur. Þá getur barnið sjálft fengið sér eins mikið af hverjum hluta og það vill. Þannig fær barnið að velja og það ýtir undir þá upplifun að barnið fái að stjórna ferlinu.
  • Nýtið ykkur liti og áferð innihaldsefnanna. Leyfið litunum að njóta sín með því að hafa þá sýnilega – þ.e. blandið ekki mismunandi innihaldsefnum saman heldur komið þeim frekar fyrir hlið við hlið.
  • Berið matinn fram í munnbitum, sem mega gjarnan vera fremur minni en stærri.
  • Gerið máltíðina að ánægjulegri stund, stund sem allir njóta og tengja við góða samveru. Þegar við borðum búum við í haginn fyrir þroska og vöxt.
     

 Að elda með börnunum getur verið svolítil áskorun í erilsömu hversdagslífi okkar. Það tekur yfirleitt lengri tíma en að gera það einn og oftast nær verður eldhúsið líka talsvert verr farið á eftir. En matargerð er félagsleg athöfn sem gefur frábært tækifæri til að eiga gefandi samskipti við barnið og um leið fær barnið möguleika á að þroska með sér áhuga á og forvitni um næringu og matargerð. Barnið getur nýtt sér skilningarvitin, hugarflugið og sköpunargáfuna.

Og um leið getur gefist gott tækifæri til að kynna nýjar fæðutegundir fyrir barninu. Matargerð er líka góð leið til að þroska hreyfigetu og vitsmunalega færni, án þess að barnið upplifi það sem þjálfun í sjálfu sér. Þetta getur verið dýrmætt, sérstaklega fyrir börn með meðfæddan heilaskaða. Matargerð krefst margháttaðrar hreyfifærni og vitsmunalegrar starfsemi sem við leiðum að öllu jöfnu ekki hugann sérstaklega að. Það þarf að áætla, skilgreina og skipuleggja verkið. Við þurfum að geta haldið athyglinni á verkinu og megum ekki láta tilfallandi hljóð eða sjónrænt áreiti dreifa huganum, svo sem hvininn í gufugleypinum eða kvistina í borðplötunni.

Við þurfum líka að umbera það að hendurnar og fingurnir geta blotnað, orðið fitug eða óhrein. Þetta er allt gagnleg reynsla fyrir barn, sérstaklega barn með skynhreyfi-/skyntruflanir eða athyglisbrest. Þegar kemur að hreyfigetu býður matargerð einnig upp á margar gagnlegar áskoranir fyrir barnið. Verkið þarfnast góðs jafnvægis og getu til að beita líkamanum rétt. Það þarf að standa í uppréttri stöðu í talsverðan tíma í senn.

Skynhrif frá húð, vöðvum og liðum þarf að samþætta við sjónhrif til að hægt sé að framkvæma hin ýmsu verk á viðunandi hátt. Það þarf að fínstilla gripið til að geta handfjatlað áhöld og hluti af ýmiss konar þyngd og samhæfa báðar hendur til að geta framkvæmt mörg nauðsynlegra verkefna.

Þetta er því góð alhliða þjálfun fyrir hreyfigetu barna, einkum barna með meðfæddan heilaskaða. Í einhverjum tilvikum getur reynst nauðsynlegt að nota sérstök áhöld til að tryggja að barnið geti aðstoðað við matargerðina. Ef kröfurnar um hreyfigetu og vitsmunalega færni verða of miklar er hætt við að barnið verði vonsvikið og missi áhugann. Þá þarf að útvega nauðsynleg áhöld og sérhönnuð húsgögn sem styðja barnið og auðvelda verkin.