Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
CP ═sland
CP ═sland
Opna valmynd Loka valmynd
 

Skerðing á vitsmunalegri starfsemi

Heilalömun er ekki aðeins líkamleg fötlun. Yfirleitt veldur heilalömun einnig vandamálum sem tengjast t.a.m. einbeitingu, námsgetu, úthaldi og minni – og þessi vandamál stafa af skerðingu á vitsmunalegri starfsemi. Skerðing á vitsmunalegri starfsemi er ósýnilegi hlutinn af fötlun þinni, annað en líkamlega fötlunin, sem er sýnileg flestum.

Skerðing á vitsmunalegri starfsemi getur hins vegar haft mikil áhrif á daglegt líf einstaklingsins og möguleika hans á virkri þátttöku í samfélagi og atvinnulífi. Það er því mjög mikilvægt að öðlast sem bestan skilning á því hvers konar skerðingu á vitsmunalegri starfsemi hver og einn er með.

Athyglis- og einbeitingarbrestur er vandamál sem margir með heilalömun finna fyrir. Þetta getur valdið því að þú átt erfitt með að halda einbeitingu, lætur hugann reika, missir þráðinn eða gerir hugrenningatengsl sem aðrir geta ekki fylgt eftir. Fyrir kemur að þú „fellur í stafi“ og svo virðist sem þú sért ekki að hlusta. Þú hváir kannski ítrekað og biður þann sem talað er við að endurtaka það sem sagt var.

Að lifa með skerðingu á vitsmunalegri starfsemi getur verið slítandi og erfitt. Erfiðleikarnir hverfa sjaldnast með öllu en þeir geta breyst með tímanum. Með réttum stuðningi og handleiðslu eru góðar líkur á að þér gangi vel að spjara þig, þrátt fyrir erfiðleikana. Taugasálfræðileg skoðun er góð leið til að öðlast yfirsýn yfir skerðingu þína á vitsmunalegri starfsemi.