Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
CP ═sland
CP ═sland
Opna valmynd Loka valmynd
 

Heilbrigði og fötlun

Heilalömun er heilaskaði og sá heilaskaði ágerist ekki með aldrinum. Einkenni hans geta hins vegar tekið breytingum í áranna rás. Eftir því sem þú eldist geta afleiðingar þeirrar færniskerðingar sem þú ert með farið að segja til sín. Margir þeirra sem eru með heilalömun fá síðbúna fylgikvilla vegna fötlunar sinnar. Það er því mikilvægt að þú fáir viðeigandi þjálfun og meðferð.

Því miður hefur þú eflaust þegar orðið var/vör við að um leið og þú nærð 18 ára aldri fækkar úrræðunum sem í boði eru hjá sveitarfélaginu þínu talsvert. Stöðugt eftirlitið og samráðið sem einkennir æskuárin er á bak og burt. Þess í stað er ætlast til þess að þú sjálf(ur) takir bróðurpartinn af ábyrgðinni á fötlun þinni og leitir sjálf(ur) nauðsynlegra úrræða. Þú verður því að hóa í heimilislækninn þinn ef það koma upp vandamál tengd heilsunni. Ef þú þarft hjálp við að fá úthlutað stoðtækjum, eða ert með einhverjar aðrar spurningar um réttindi þín, hafðu þá samband Hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga Íslands.

Minni hreyfanleiki

Jafnvel þótt þú hafir verið göngufær geta afleiðingarnar af því að lifa árum saman með heilalömun valdið skerðingu á göngufærninni. Og það getur vel farið svo að þú veljir að nota hjólastól þegar fram líða stundir. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að gefast upp á því að standa og ganga þegar líður á fullorðinsárin. Ein ástæðan getur verið óöryggi og ótti við að detta. Það að nýta sér hjólastólinn eða önnur göngustoðtæki getur sparað mikla orku sem annars færi í ganginn og dregur úr óörygginu. Ef þú velur að nota hjólastól þarftu að muna að halda þér í góðu formi.
Þess er vert að geta að margir fullorðnir með heilalömun upplifa mikinn létti við að fá ráðgjöf við úthlutun stoðtækjum, eða svör við spurningum um réttindi þín. 

Sjúkraþjálfun

Vöðvarnir eru í stöðugri notkun og það getur valdið síðkomnum fylgikvillum. Þess vegna er mikilvægt að stunda reglulega sjúkraþjálfun, sem bætir eða viðheldur virkni vöðvanna, til að auðvelda okkur allt daglegt líf. Sjúkraþjálfun er mikilvæg fyrir flesta sem eru með heilalömun og slík þjálfun dregur úr síðkomnum fylgikvillum. Í dag eru flestir sammála um að því meiri þjálfun sem viðkomandi fær, þeim mun meiri árangur beri þjálfunin. Það er þó mikilvægt að þjálfunin fari fram á þínum forsendum og sé sniðin að þínum þörfum.