Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
CP ═sland
CP ═sland
Opna valmynd Loka valmynd
 

Kynverund og kynlíf

Við erum öll kynverur og kynlíf er eðlilegur og sjálfsagður hluti af því að vera fullorðin manneskja. Fötlun breytir engu um það. Að uppgötva okkur sjálf sem kynverur, læra á eigin kynverund og fræðast um kynlíf er hluti af þroskaferli okkar frá barni til fullorðinnar manneskju. Þau sem búa við líkamlega fötlun geta lent í vandkvæðum við að læra á eigin líkama og kynverund. Flest byrjum við að verða forvitin um kynlíf og kynverund okkar á unglingsárunum en fyrir sum þeirra sem eru fötluð getur það líka gerst svolítið seinna á ævinni. 

Möguleikarnir á að lifa virku kynlífi geta að miklu leyti farið eftir búsetuskilyrðum. Ef þú býrð heima hjá foreldrunum og þarft aðstoð er ólíklegt að þú viljir blanda foreldrum þínum í. Þá verðurðu að leita hjálpar og hollráða hjá trúnaðarvinum eða hjá sérstökum kynlífsráðgjafa. Ef þú býrð í þjónustukjarna er þetta eitt af því sem er hægt að leita ráða um hjá starfsfólkinu. Starfsfólk í þjónustukjarna er þjálfað til að veita margháttaða ráðgjöf, meðal annars um persónuleg málefni á borð við kynlíf.

Fáfræði eða ráðaleysi leiðir því miður til þess að mörg ungmenni bæla niður eigin þarfir, kynhvatir og forvitni. Það er ekki heilbrigt. Það er því mikilvægt að opna samtal um þetta við aðra – og fá aðstoð og handleiðslu – til að geta fundið svör við spurningunum og leitað lausna.

Ef þú ert með persónulega aðstoðarmenn geta þeir hugsanlega komið að liði og það gæti verið skynsamlegt að útbúa einhvers konar reglur fyrir aðstoðarmennina þína. Þá þurfa þeir ekki að spyrja þig óþarfa spurninga. Það er líka hugsanlegt að þú þurfir hjálpartæki/kynlífsleikföng til að geta kannað eigin kynverund og notið kynlífs. Flestir stíga fyrstu skrefin í kynlífinu þegar þeir flytja að heiman en það er – eins og hjá öllum öðrum – mjög einstaklingsbundið.