Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
CP ═sland
CP ═sland
Opna valmynd Loka valmynd
 

Ástarsambönd og fjölskyldulíf

Mjög mörg okkar líta á heimilið og fjölskylduna sem griðastað þar sem við slöppum af og getum verið við sjálf. Kærasti/kærasta eða maki getur veitt gífurlegan stuðning og það er nánast undantekningalaust mikill stuðningur fólginn í því að geta talað í trúnaði og undir fjögur augu við aðra manneskju um erfiðleikana sem fötlunin veldur þér.

Að eiga kærasta/kærustu eða maka færir þér þessa nánd við aðra manneskju, sem skilur og er sátt við aðstæðurnar sem fylgja fötlun þinni. Ef þú ert til dæmis með aðstoðarmannasamning þarf kærastinn/kærastan eða makinn að sjálfsögðu að geta sætt sig við að annar einstaklingur taki þátt í hversdagslífinu – ekki bara við matarborðið og í bílnum heldur í sumum tilvikum meira að segja í hjónaherberginu.

Að eignast börn

Fólk með heilalömun getur auðvitað langað til að eignast börn. Börn eru uppspretta mikillar gleði. Ef þú ert kona með heilalömun sem langar að eignast barn eða börn eru auðvitað ýmis atriði tengd líkamlegu ástandi og heilsu sem þarf að taka mið af þegar kemur að meðgöngu og fæðingu.

Það er mikilvægt að vera mjög vel upplýst um áhrifin sem meðganga og fæðing munu hafa á líf þitt og fötlun þína – og auðvitað þarftu líka að gera þér grein fyrir að hversdagslífið breytist mikið við að vera með lítil börn. Ef þú hefur í hyggju að eignast barn er því ráðlegt að ræða það vel og ítarlega við lækninn þinn.