Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
CP ═sland
CP ═sland
Opna valmynd Loka valmynd
 

Á mannamótum

Við erum flest félagsverur. Það hafa því allir þörf fyrir tengslanet, umhyggju og ást og vilja eignast kærustu eða kærasta og góða vini.

Margháttuð reynsla hefur því miður kennt okkur að fötlun getur verið talsverð hindrun þegar kemur að því að hitta fólk og mynda tengsl. Þetta getur verið vegna þess að aðrir bregðast með neikvæðum hætti við fötluninni eða vegna þess að þér reynist sem einstaklingi erfitt að mynda tengsl við aðra.

Vinnustaðir, skólastofnanir og tómstundasvæði eru staðir þar sem fólk kynnist oft öðrum og þar sem við getum verið virk félagslega. Sumum finnst auðveldara að leita samveru við aðra fatlaða.

Hér eru dæmi um hvar þú getur lifað félagslífi og kynnst öðrum:
Ungt CP á Íslandi (Facebook)
Stefnumótasíður á netinu.