Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
CP ═sland
CP ═sland
Opna valmynd Loka valmynd
 

Að finna starf

Eitt helsta markmið margra ungmenna og fullorðinna með heilalömun er að finna sér starf og taka þátt í atvinnulífinu. Eins og allir aðrir vilja flestir fullorðnir með heilalömun taka virkan þátt í atvinnulífi og félagslífi tengdu vinnunni, eignast samstarfsfélaga og upplifa frelsið sem því fylgir að afla eigin tekna.

Það er mikilvægt að þú – sama hvaða starfi þú sinnir – gerir þér grein fyrir og takir mið af bæði líkamlegri og andlegri skerðingu þinni, hver sem hún kann að vera. Margir einstaklingar með heilalömun hafa þörf fyrir hjálp og stuðning til að geta sinnt starfinu. Erfiðleikar í tengslum við líkamlega skerðingu tengjast að mestu leyti aðgengi og aðstöðu á vinnustaðnum. Ef þú notar hjólastól þarf hugsanlega að gera breytingar á aðstöðu – og ef þú ert með annars konar líkamlega skerðingu þarf auðvitað að bregðast við því.

Ef þín skerðing er vitsmunalegs eðlis getur það einnig skert atvinnutækifæri þín. Það er því mikilvægt að gera sér skýra grein fyrir bæði styrkleikum sínum og veikleikum. Ef þú hefur ekki nú þegar farið í taugasálfræðilega skoðun gæti verið skynsamlegt að fara í slíka skoðun nú. Slík skoðun getur veitt mikilvæga innsýn í og upplýsingar um sumar þeirra áskorana sem kunna að mæta þér á vinnumarkaðnum – og gefa vinnustaðnum aukin færi á að gera nauðsynlegar úrbætur. Lestu meira um taugasálfræðilega skoðun hér.

Leiðirnar út á vinnumarkaðinn geta verið margar og mismunandi. Því er mikilvægt að fara ítarlega yfir þær áskoranir sem kunna að fylgja starfinu vegna fötlunarinnar.

Meta af kostgæfni vitsmunalega skerðingu, til að geta í samráði við vinnuveitanda metið hvaða lausnir kunna að henta þér best. Það geta til dæmis verið sveigjanlegur vinnutími, aðgengisáætlanir, handleiðslustuðningur og almenn úrræði á vinnumarkaði.