Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
CP ═sland
CP ═sland
Opna valmynd Loka valmynd
 

Aðstoð við nám

Allir eiga rétt á menntun. En þeir sem eru með heilalömun þurfa að kljást við áskoranir og hindranir sem þarf að huga sérstaklega að. Þar þarf bæði að huga að aðgengi að menntastofnuninni sem þú sækir og þeirri skerðingu á vitsmunalegri starfsemi sem þú kannt að eiga við að etja. Hafðu samband við námsráðgjafa viðkomandi stofnunar.

Sá hluti skerðingarinnar sem kemur niður á vitsmunalegri starfsemi getur til dæmis valdið minnistruflunum, einbeitingarskorti, athyglisbresti eða færni þinni til að skipuleggja þig og halda yfirsýn. Það getur því verið mikilvægt að láta gera taugasálfræðilega skoðun, en slík skoðun veitir innsýn í þær áskoranir sem þú kannt að standa frammi fyrir í tengslum við vitsmunalega skerðingu.
Lestu meira um skerðingu á vitsmunalegri starfsemi hér

Stuðningur við nám getur til dæmis falist í aðstoð ritara, upptökutæki, stoðtækjum, hjálpartækjum, talgreiningarhugbúnaði og mörgu öðru. Hægt er að hafa samband við Tölvumiðstöð/TMF,  sem leitast við að hafa þjónustuna sveigjanlega og sniðna að þörfum hvers og eins til þess að tryggja sem bestan árangur.