Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
CP ═sland
CP ═sland
Opna valmynd Loka valmynd
 

Að halda eigið heimili

Fyrr eða síðar langar alla til að verða sjálfstæðir, flytja að heiman og halda eigið heimili. Þá fyrst verður sjálfsmynd okkar fullmótuð og heimilið verður bækistöð og griðastaður í daglegu lífi.

Þar er hægt að halda partí, bjóða skólafélögunum heim til að vinna verkefni eða bara slappa af eftir langan dag. Hverjar sem þínar þarfir eru er mikilvægt að finna húsnæði sem þú hefur efni á og sem getur myndað traustan ramma um líf þitt sem fullorðinnar manneskju, hvort sem það er eigin íbúð, húsnæði á stúdentagarði eða íbúð í þjónustukjarna.

Ef þú hefur sérþarfir vegna fötlunar þinnar er hægt að fá aðstoð til að mæta þeim. Oftast er það ÖBÍ (Öryrkjabandalag Íslands) sem veitir aðstoð og ráðgjöf við að finna rétta húsnæðið sem uppfyllir þarfir þínar. Þú gætir til dæmis þurft sérinnréttað salerni, sérinnréttað eldhús breiðari hurðir ofl. 

Ef þú þarft aðstoð við daglegar athafnir er það  hlutverk sveitarfélagsins að mæta þeim þörfum. Þetta gætu verið atriði eins og: Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA), liðveisla ofl.