Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
CP ═sland
CP ═sland
Opna valmynd Loka valmynd
 

Sambönd og kynlíf

Á ég eftir að eignast kærasta eða kærustu? Þetta eru áhyggjur sem margir upplifa. Flestir unglingar vilja eignast kærustu eða kærasta og það er einmitt gjarnan á unglingsárunum sem maður finnur fyrir áhuga á hinu kyninu – eða einhverjum af sama kyni. En hvernig á að bera sig að ef maður er háður aðstoð annarra, eða getur ekki sótt sömu viðburðina og tómstundirnar og hinir unglingarnir?

Hér skiptir mestu að sýna hugvitssemi og frumkvæði. Talaðu við vinina um það sem þér reynist erfitt, hittu aðra unglinga og nýttu þér fjölmörg samfélagssvæði á netinu – bæði þau sem eru sérstaklega ætluð fólki með skerðingar og öll hin svæðin.

Kynlíf

Öll þurfum við að uppgötva okkur sjálf sem kynverur, læra á eigin kynverund og fræðast um kynlíf. Þau sem búa við líkamlega fötlun geta lent í vandkvæðum við að læra á eigin líkama og kynverund. Hjá flestum okkar vaknar forvitnin um kynlíf og kynverund á unglingsárunum. Ef þú býrð heima og þarft hjálp eða hefur spurningar er ólíklegt að þú viljir leita til foreldranna með slíkt.

Fáfræði eða ráðaleysi leiðir því miður til þess að mörg ungmenni bæla niður eigin þarfir, kynhvatir og forvitni og það getur leitt til mikillar gremju og leiða. Það er því mikilvægt að þú ræðir þessi mál við aðra, fáir aðstoð og handleiðslu og leitir svara við spurningunum.

Ef þú ert með persónulega aðstoðarmenn geta þeir hugsanlega komið að liði og það gæti verið skynsamlegt að útbúa einhvers konar reglur fyrir aðstoðarmennina þína. Þá þurfa þeir ekki að spyrja þig óþarfa spurninga. Það er líka hugsanlegt að þú þurfir hjálpartæki/kynlífsleikföng til að geta kannað eigin kynverund og notið kynlífs. Flestir stíga fyrstu skrefin í kynlífinu þegar þeir flytja að heiman en það er – eins og hjá öllum öðrum – mjög einstaklingsbundið.