Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
CP ═sland
CP ═sland
Opna valmynd Loka valmynd
 

Einmanaleiki og einelti

Þegar manni finnst maður vera utanveltu og öðruvísi en aðrir getur það stundum valdið einmanaleika og mörgum ungmennum með heilalömun finnst þau af og til vera einmana. Foreldrar reyna oft að mæta félagslegum þörfum unglinganna sinna, en sterk fjölskylduheild kemur ekki í stað þess að fá að standa á eigin fótum og "klippa á strenginn".

Það er því mikilvægt að gera sér grein fyrir því að stundum þarf að leggja sig svolítið aukalega fram til að eignast vini og styrkja slík tengsl. Og að stundum rekst maður á veggi og getur átt á hættu að verða leiður og vonlítill. Þá skiptir mestu að standa ótrauður upp á ný og gera aðra atrennu. Taktu ábyrgð á eigin lífi og rjúfðu vítahringinn, sem getur svo auðveldlega myndast þegar þér finnst þú utanveltu í samfélaginu.

Einelti

Þegar barn með heilalömun byrjar í skóla er grundvallaratriði að skólinn fái ítarlegar og nákvæmar upplýsingar frá foreldrunum um skerðingu barnsins og vandamál sem henni kunna að fylgja. Eftir það er það á ábyrgð skólans að skapa barninu skólaumhverfi sem einkennist af skilningi og þekkingu á aðstæðum barnsins og áskorunum sem þarf að mæta.

Þannig er ítarleg þekking og skilningur á færnistigi barnsins lykilatriði til að skólinn geti, í samstarfi við foreldrana, stutt barnið sem allra best – með því að veita nauðsynlega aðstoð – til fullrar þátttöku í skólastarfinu.  Takmarkaðar eða litlar upplýsingar um aðstæður barnsins og vandamál geta því verið ein helsta orsökin ef barnið upplifir óöryggi og verður fyrir einelti.