Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
CP ═sland
CP ═sland
Opna valmynd Loka valmynd
 

Félagsleg virkni

Vinátta er dýrmæt gjöf sem gefur hversdagslífinu gleði og gildi. Oft er það á unglingsárunum sem við byrjum að mynda sjálfstæð og varanleg vináttutengsl sem endast okkur fram á fullorðinsárin. Félagslegt tengslanet er mikilvægur liður í að eiga samfélag við aðra og móta eigin sjálfsmynd. Myndun slíkra tengsla er hluti af ferlinu við að slíta naflastrenginn og búa sér sjálfstætt líf, í samfylgd vina.

Fólk með fötlun getur átt erfitt með að mynda og viðhalda vináttutengslum og stundum þarf það aðstoð við að komast í og vera í því umhverfi þar sem maður kynnist nýjum félögum. Mikilvægast er að gefast ekki upp, heldur sýna frumkvæði og beita hugvitinu. Þetta á ekki síst við um þá sem þurfa að nota hjólastól, en eiga félaga sem ekki þurfa neitt slíkt, eiga erfitt með mál eða geta ekki verið með í fótboltanum eða annarri tómstundaiðkun með vinunum.

Fyrir aðra getur skerðing á vitsmunalegri starfsemi gert þeim erfitt um vik að njóta samveru með vinum og félögum. Og stundum þarf maður að reiða sig á aðstoð frá foreldrum sínum eða aðstoðarmanneskjunni.

Hverjar sem þínar kringumstæður kunna að vera er mikilvægt að gefa skýrt til kynna að maður vilji vera virkur þátttakandi í samfélaginu og eiga frumkvæði að því að gera það sem maður getur gert, með hliðsjón af kringumstæðum hverju sinni.