Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
CP ═sland
CP ═sland
Opna valmynd Loka valmynd
 

Sættu þig við fötlunina

Það getur verið erfitt að vera öðruvísi en hinir, einmitt þegar mann langar mest að vera bara eins og allir aðrir. Það mikilvægasta og besta er að kynnast sjálfum sér í þaula og segja síðan öðrum frá því sem þú hefur lært. Því meira sem þú veist um sjálfa(n) þig, og því fyrr sem þú horfist í augu við að þú hefur aðrar þarfir og forsendur en flestir, vegna heilaskaðans sem þú hefur orðið fyrir, þeim mun auðveldara reynist öðrum að skilja þig – og bregðast við í samræmi við það.

Það þýðir ekki að þú getir ekki tekið þátt í því sem hinir eru að gera, en kannski þarftu að gera það á svolítið annan hátt sem hentar þér betur. Það er ekki gott að reyna að halda sama dampi og hinir krakkarnir vegna þess að þú vilt ekki viðurkenna fyrir sjálfri/sjálfum þér – eða vinunum – að þú sért ekki alveg eins og þau. Við erum öll einstök og þú þarft að læra á það nákvæmlega á hvaða hátt þú ert öðruvísi en aðrir – og segja öðrum frá því, til að allir skilji þig og þínar þarfir.

Viðbrögð annarra við fötlun þinni

Stundum vekurðu athygli annarra, því að þú skerð þig úr fjöldanum vegna fötlunarinnar. Þessi athygli stafar oft af fáfræði og fordómum og þú getur gegnt mikilvægu hlutverki við að auka skilning og þekkingu annarra. Situr þú kannski í hjólastól? Þarftu að taka aðstoðarmann með þér í partíið? Eða ertu ívið lengur en hinir í bekknum að skrifa tímaverkefnið? Kannski er þín fötlun ekki mjög sýnileg og þá verður enn meiri þörf en ella fyrir að upplýsa aðra og fræða um fötlunina.

Það getur verið erfitt að vera sá eða sú sem er bent á af því að maður er öðruvísi og oft finnst þeim sem eru með skerðingar að það sé glápt á þá eða þeir séu brennimerktir. Sumum finnst eins og aðrir í kringum þá líti á þá sem „heimska“ af því að þeir eru aðeins lengur en hinir að segja sniðuga sögu eða eiga erfitt með að matast.

Það er mikilvægt að vera með það alveg á hreinu að skerðing á færni tengist greind ekki á neinn hátt og þú þarft því að gera öllum ljóst að þú eigir nákvæmlega jafn ríka kröfu til að taka þér þinn sess og aðrir. Þú átt rétt á að afgreiðslufólk í búðum tali við þig, en ekki aðstoðarmanninn þinn (og mundu að ræða þetta sérstaklega við aðstoðarmanninn), þú þarft að taka þér þinn sess sem sá eða sú sem þú ert – með eða án fötlunar.