Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
CP ═sland
CP ═sland
Opna valmynd Loka valmynd
 

Unglingurinn

Unglingsárin marka upphaf tímabilsins þegar maður byrjar að þroskast í átt að fullorðinni manneskju. Líkaminn tekur breytingum. Samhliða því aukast kröfurnar í skólanum þegar komið er í 8-10. bekk grunnskóla og huga þarf að því hvaða framhaldsskóla þú vilt sækja – eða getur fengið aðgang að. Spurningarnar verða ótalmargar á komandi árum og breytingarnar líka.

Þegar við hugsum um ánægjuleg unglingsár sjáum við mörg fyrir okkur samveru með góðum vinum, íþróttaiðkun, unglingaástir og ný áhugamál sem foreldrarnir eiga enga hlutdeild í. Þessi ár eru líka oft tímabil þegar ungmenni reyna sig við ný verkefni og áskoranir og vilja sigra heiminn upp á eigin spýtur.
Ef þig langar að geta farið þinna ferða án þess að hafa foreldrana í eftirdragi skaltu kynna þér samning um aðstoðarfólk hjá þínu sveitarfélagi.

Á unglingsárunum er sjálfsálitið oft brotakennt, manni finnst maður öðruvísi en allir aðrir, misskilinn og stundum einmana. Þetta eru tilfinningar sem langflestir kannast við og þær eru alveg eðlilegar í tengslum við þessa hægu og sígandi umbreytingu úr barni í fullorðinn.
Auk þessara áskorana unglingsáranna getur verið afskaplega íþyngjandi að stríða líka við fötlun. Sérstaklega ef manni finnst fötlunin hindra mann í að gera það sama og félagarnir eru að gera.