Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
CP ═sland
CP ═sland
Opna valmynd Loka valmynd
 

Þjálfun

Barn með heilalömun þarf ævinlega þjálfun og meðferð, en gerð og umfang slíkrar meðferðar er mismunandi fyrir hvert barn. Markmiðið með þjálfuninni og meðferðinni er að lágmarka líkamlegar og vitsmunalegar afleiðingar heilalömunarinnar.

Reynt er að draga úr spasma og spennu í vöðvum og koma í veg fyrir eða draga úr skekkjum í liðum. Því meiri og betri sem þjálfunin er, þeim mun meiri líkur eru á að barnið þitt geti lært að bjarga sér sjálft. Það má þó ekki gleyma að huga að því að barnið getur orðið mjög þreytt. Það er til dæmis ekki hentugt að barnið sinni heimanámi strax eftir að það hefur verið í þjálfun. Allir þreytast við þjálfun og börn með heilalömun þreytast meira en önnur börn. 

Þjálfun er síst veigaminni fyrir þá sem eru með heilalömun en fyrir alla aðra. Allir þurfa að halda líkamanum í góðu formi og hreyfing hefur auk þess jákvæð áhrif á lundarfar og andlega líðan. Mikil kyrrseta eykur hættuna á lífsstílssjúkdómum og það er því sérstaklega mikilvægt að þeir sem búa við líkamlega skerðingu fái hjálp og stuðning við að halda sér í góðu formi.

Sjúkraþjálfun
Almennt séð hjálpar sjúkraþjálfun fólki með heilalömun að bæta, viðhalda eða seinka skerðingu á færni. Sjúkraþjálfarar geta aðstoðað fólk með heilalömun við að ákvarða hvers konar þjálfun er árangursríkust, með hliðsjón af þeirri fötlun sem hver og einn býr við.
Sjúkraþjálfarar hafa mikla þekkingu á líkamanum og þeim áhrifum sem spasmi getur haft á líkamann. Sjúkraþjálfari notar fyrirliggjandi upplýsingar og eigið mat til að gera þjálfunaráætlun í samráði við hvern og einn. Slík þjálfun getur verið allt frá æfingum sem gerðar eru útafliggjandi á bekk til hlaupaþjálfunar í Mey-göngugrind (eins konar hlaupagrind með söðli sem gerir notanda kleift að halda sér uppréttum og beinum) eða handleiðslu/þjálfunar við hreyfingar, líkamsstöðu og sitjandi stellingar. Sjúkraþjálfarar hafa einnig þekkingu á verkjum og meðferð þeirra.

Iðjuþjálfun
Iðjuþjálfun fyrir einstaklinga með heilalömun felur í sér mjög margháttaða þjálfun. Þjálfun getur falist í æfingu í daglegum athöfnum sem geta reynst erfiðar, svo sem innkaupum, að klæða sig, matargerð og fleiru. Ef einstaklingurinn á erfitt með að takast á við áskoranir hversdagslífsins getur iðjuþjálfinn aðstoðað við að finna viðráðanlega ramma um daglegt líf og verkefnin sem leysa þarf.
Iðjuþjálfar geta einnig metið þörfina fyrir stoðtæki og aðstoðað við val á slíkum tækjum – allt frá sokkaífæru til vélar sem aðstoðar við að matast. Iðjuþjálfar geta einnig lagt mat á vanda við að kyngja og matast hjá þeim sem eru með kyngingartregðu og eiga því erfitt með að koma niður mat og drykk.
Margir iðjuþjálfar vinna einnig mikið með samskipti og nota í því skyni bæði hátæknibúnað og almennari tækni, en hafa einnig mikla þekkingu á því hvaða færni er mikilvægt að þjálfa til að þróa fjölbreyttan og gagnlegan orðaforða fyrir hvern einstakling fyrir sig.

Sjúkraþjálfun á hestbaki
Við sjúkraþjálfun með hestamennsku notar meðferðaraðilinn hitann frá hestinum og hreyfingar hans. Gangur hestsins hefur yfirfærsluáhrif á einstakling með heilalömun. Þannig má t.d. ná fram bættu jafnvægi, draga úr spennu í spastískum vöðvum, styrkja alla vöðva líkamans almennt, bæta göngulagið og samhæfinguna, bæta skynjunartengdar hreyfingar og margt fleira.
Sjúkraþjálfari sem þjálfar með hestamennsku velur þann hest sem hentar færnistigi sjúklingsins best, sem og önnur nauðsynleg hjálpartæki. Hesturinn þarf að vera af réttri hæð og breidd og göngulag hans og baksveigja að henta sjúklingnum til að meðferðin nýtist sem best.

Aðrar þjálfunaraðferðir
Til eru margar aðrar þjálfunaraðferðir sem nýtast fólki með heilalömun, svo sem nudd, skynhreyfiþjálfun, nálastungur, þjálfun í heitum potti, talþjálfun, Mitii, svæðanudd (óhefðbundin meðferð) og tónlistarmeðferð.