Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
CP ═sland
CP ═sland
Opna valmynd Loka valmynd
 

Skólagangan

Fyrsti skóladagurinn er dagur gleði og spennu í lífi hvers barns. Munum við ekki öll eftir fyrsta skóladeginum okkar? Allir foreldrar vilja að börnin sín dafni og þeim líði vel og foreldrar barna með heilalömun þurfa að fylgjast enn betur með líðan barna sinna en ella. Svo gott sem öll börn með heilalömun lenda í einhvers konar vandræðum þegar þau hefja skólagöngu. Það geta verið félagsleg vandamál, vandamál við að fá rétta aðstoð eða hvort tveggja.

Barnið þitt á í hættu að lenda í vandkvæðum vegna skerðingar á vitsmunalegri starfsemi. Þú getur fengið nákvæma innsýn í þær skerðingar og áhrif þeirra með taugasálfræðilegri skoðun á barninu. Hugsanlega er barnið með skerta sjón eða myndræna greiningarfærni og er því seinlæst, á erfitt með að læra stafina, vegna þess að bókstafirnir virðast hver öðrum líkir, eða á erfitt með að tileinka sér samskiptareglurnar í kennslustofunni eða skólaumhverfinu.

Þú finnur að barnið á í erfiðleikum þegar þú skynjar vanlíðan og óánægju þess. Það er að segja, ef barnið bregst við aðstæðum með því að verða t.d. grátgjarnt, reitt eða ráðþrota.
Fyrstu árin í grunnskólanum er börnum kennt að lesa og skrifa. Þessi fyrstu ár tileinka börnin sér fjölþætt reglukerfi og taka við miklu af upplýsingum. Að miðstigi grunnskóla loknu, þ.e. eftir 6. bekk, er ætlast til að börn hafi tileinkað sér grunnfærni og -þekkingu og þá aukast faglegar kröfur til þeirra í náminu.

Lestu meira um þetta í bæklingi frá Greiningarstöð Ríkisins „Nemendur með hreyfihömlun í grunnskóla“ hér.