Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
CP ═sland
CP ═sland
Opna valmynd Loka valmynd
 

Val á leikskóla og skóla

Sem foreldri barns með heilalömun þarft þú að taka ákvörðun um hvaða leikskóla og skóla þú vilt að barnið þitt sæki. Til eru leikskólar með sérsniðna þjónustu og sérskólar, auk almennra skólastofnana. Flest börn með CP fara í gegnum mat hjá Greiningarstöð Ríkisins sem svo aðstoðar foreldra með val á leik- og grunnskóla.

Barnið þitt ætti að sækja þá skólastofnun sem nýtist barninu og fjölskyldunni best. Hefðbundnir leikskólar sem ekki eru sérsniðnir að þörfum barna með heilalömun geta hentað sumum vel en önnur börn hafa hugsanlega meira gagn af sérsniðnari skólastofnunum þar sem starfsfólk hefur fengið sértæka þjálfun í að annast börn með fatlanir.

Hið sama á við þegar velja á milli venjulegra grunnskóla og sérskóla. Mundu að það er ekkert eitt sem er rétt eða rangt í þessum efnum. Þarfir barnsins eru það sem skiptir mestu máli.
Lestu meira um þetta í bæklingi frá Greiningarstöð Ríkisins „Nemendur með hreyfihömlun í grunnskóla“ hér. 

Dvöl utan heimilis

Ef barnið þitt stríðir við mikla líkamlega og andlega fötlun vegna heilaskaðans geturðu sótt um lengri vistun utan heimilis hjá sveitarfélaginu, á stofnun þar sem starfsfólk annast umönnun barnsins allan sólarhringinn. Það getur verið gífurlega erfið ákvörðun að senda barn frá sér til lengri dvalar utan heimilis. Foreldrinu getur liðið eins og það sé að bregðast barninu eða liðið eins og það sé foreldrunum um megn að annast barnið sitt sjálf.
Slík vistun í einhvern tíma getur þó vel verið afar góð lausn, jafnvel fyrir mjög vel staddar og sterkar fjölskyldur – bæði fyrir barnið og fyrir foreldrana og systkinin. Aðrar fjölskyldur velja hins vegar að annast barnið heima. Það er líka fullgilt val og báðar lausnirnar geta verið hentugar og góðar. Ef þú kýst að annast barnið heima geturðu sótt um liðveislu og fjárhagslegan stuðning frá sveitarfélaginu.