Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
CP ═sland
CP ═sland
Opna valmynd Loka valmynd
 

Barnið á eigin vegum

Öll börn, hvort sem þau eru fötluð eða ekki, þurfa að fá að verða sjálfstæð og spjara sig án foreldra sinna. Með aldrinum mun barnið þitt líka upplifa þessa eðlilegu þörf fyrir að verða sjálfstætt og standa á eigin fótum.

Í því ferli skiptir öllu að þú sem foreldri hafir þekkingu og skilning á vitsmunalegri færni barnsins og getir þannig stutt barnið sem best til að verða sjálfstætt og gert sanngjarnar og raunhæfar kröfur til þess.

Allir foreldrar þurfa að kenna börnum sínum að spjara sig upp á eigin spýtur. Þetta á við um jafnt skyldustörfin heima við, að standa við umsaminn útvistartíma og um allt félagslíf. Sum börn með heilalömun geta átt erfitt með að standa undir slíkum kröfum.

Þið þurfið að skilja og virða ástæðurnar fyrir því að barnið ykkar á hugsanlega erfitt með að muna hluti, verður úrvinda í miðju uppvaskinu, þreytist við að klára heimanámið eða kemur of seint heim. Þá skiptir engu þótt aðrir, til dæmis fjölskyldumeðlimir eða vinir, tali um að þú sért að ofvernda barnið. Þú ert foreldrið og þú þekkir barnið best, bæði styrkleika þess og veikleika.

Það verður þó auðvitað að gæta þess að fara ekki óþarflega mildilega að barninu. Ef barnið vill ganga sjálft heim úr skóla, fara sjálft á frístundaheimili og geta verið með vinunum án fylgdar skaltu gera allt sem unnt er til að gera það mögulegt. Þannig styður þú við löngun barnsins til að verða sjálfstætt. Þegar fram líða stundir á barnið eftir að vilja fara sinna ferða án þinnar fylgdar og það getur því verið góð lausn að gera samning um aðstoðarmann, ef þess er kostur.