Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
CP ═sland
CP ═sland
Opna valmynd Loka valmynd
 

Félagsleg virkni

Félagsleg tengsl og samfélag við aðra eru mikilvægur hluti af lífi okkar allra. Þessi félagslegu tengsl og samskipti geta þó reynst ein stærsta áskorunin fyrir þá sem lifa með líkamlegri fötlun og skerðingu á vitsmunalegri starfsemi. Það á við um mörg börn með heilalömun. Það er því afar mikilvægt að þú eða þið gerið ykkur skýra grein fyrir því hvers konar skerðingu á vitsmunalegri starfsemi barnið ykkar er með til að vinir barnsins og ykkar, aðrir foreldrar og kennarar geti sýnt því skilning.

Þegar þú hefur öðlast skilning á vitsmunalegum áskorunum sem barnið þitt þarf að mæta skaltu tala opinskátt um þær við aðra, til að forðast misskilning hjá vinum og foreldrum vina. Í mörgum tilvikum er hægt að bæta verulega færni og getu barnsins til að taka þátt í félagslífi og félagslegum athöfnum þegar það liggur fyrir hvaða kringumstæður þurfa að vera fyrir hendi til að barnið njóti sín sem best.

Ef barnið er til dæmis ofurnæmt fyrir hljóðum getur verið vandasamt að taka þátt í barnaafmælisveislum, enda geta þær verið ansi hávaðasamar. Þá verður barnið fljótt þreytt og bregst hugsanlega við með því að verða afundið og einrænt, þrjóskt eða dapurt. En ef önnur börn og fullorðnir vita af ofurnæmi barnsins fyrir hljóðum geta þau tekið tillit til þess. Það getur verið nóg að taka stutt hlé frá veislunni eða að barnið sé aðeins með í tilteknum hluta veislunnar, þegar ærslafyllri og hávaðasamari leikirnir eru búnir.

Annað dæmi getur verið barn sem á erfitt með að hugsa afstætt og beitir því mjög bókstaflegri nálgun og hugsun. Þá getur ítrekað komið upp misskilningur vegna þess að barnið tekur öllu sem sagt er og gert bókstaflega og skilur ekki góðlátlega glettni og yfirfærða merkingu orða. Þetta þurfa aðrir sem umgangast barnið að vita til að geta gætt þess að segja aðeins hluti sem þeir meina raunverulega við barnið þitt.