Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
CP ═sland
CP ═sland
Opna valmynd Loka valmynd
 

Skerðing á vitsmunalegri starfsemi og skýringar á slíkri skerðingu

Hér á landi er mikil áhersla lögð á líkamlegan þroska barnsins en það er enn sem komið er meira geðþóttaatriði hversu mikil áhersla er lögð á að vinna með hugsanlegar skerðingar á vitsmunalegri starfsemi þess. Það er því mikilvægt að þú sem foreldri gerir þér fulla grein fyrir því að heilalömun veldur skerðingu á vitsmunalegri starfsemi, þótt í mjög mismiklum mæli sé.

Þegar talað er um vitsmunalega starfsemi er átt við vitsmunaleg ferli í heilanum sem gera okkur kleift að tala, beita rökhugsun, hugsa og bregðast við í félagslegum aðstæðum. Skerðing á vitsmunalegri starfsemi er afar mismikil frá einu barni til annars. Færni til að átta sig, lesa bókstafi eða muna hvað maður ætlaði að fara að gera eða hvað maður er nýbúinn að lesa getur verið meðal þess sem skerðist.

Taugasálfræðileg skoðun getur gefið svör við spurningum þínum um þær áskoranir sem barnið kann að standa frammi fyrir og þeim hjálpartækjum og aðstoð sem veita þarf til að barnið dafni sem best. Stundum geta sáraeinföld hjálpartæki og svolítil umönnun haft gífurlega mikil og jákvæð áhrif á námsfærni og félagsþroska barnsins.