Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
CP ═sland
CP ═sland
Opna valmynd Loka valmynd
 

Systkini

Ef barn sem greinist með heilalömun á systkini er mikilvægt að þú fáir ítarlegar upplýsingar um þær takmarkanir og þá möguleika sem heilalömunin hefur í för með sér fyrir barnið. Þá geturðu miðlað þeim upplýsingum til systkinanna með skýrum og skiljanlegum hætti.

Fyrir lítil systkini getur verið erfitt að skilja af hverju bróðirinn eða systirin fær sérmeðferð og fær kannski oft hjálp við hluti sem systkinið þarf að gera sjálft. Skýrðu fyrir þeim að stóri eða litli bróðir eða stóra eða litla systir geti ekki gert allt sem þau geta og þurfi þess vegna meiri aðstoð. Gerðu þér far um að hvetja barnið sem ekki er með sjúkdóminn til að vera sjálfbjarga og hrósa því oft fyrir.

Börn hafa ríka réttlætiskennd og það er því óhjákvæmilegt að það komi upp ágreiningur. Það er þeim mun mikilvægara að þú sýnir systkinum þolinmæði og skilning ef þau finna fyrir afbrýðisemi vegna þess að eitt barnanna fær meiri athygli frá ykkur en hin. Hin börnin gætu jafnvel upplifað þetta eins og þið elskið barnið með heilalömunina meira en hin börnin ykkar. Það er tilfinning sem er alltaf sár fyrir lítið barn.

Það þarf líka að gæta þess að veita barninu með heilalömunina ekki óhóflega mikla umönnun, jafnvel þótt það sé gert í bestu meiningu. Það verður ýmislegt sem barnið ykkar mun ekki geta gert, eins og til dæmis að hjóla. Sú takmörkun ætti ekki að koma í veg fyrir að hin systkinin fái að fara í skemmtilega hjólatúra með mömmu eða pabba. Skiptið liði og eigið samveru með hinum börnunum, til að þau fái tækifæri til að þroskast í starfi og leik með sama hætti og önnur börn.

Ef barnið ykkar er mjög veikt eða skerðingin mikil er hægt að sækja um heimahjálp hjá sveitarfélaginu. Það getur verið góð leið til að létta undir með ykkur og gefa ykkur meiri og betri tíma til að sinna hvort öðru, rækta sambandið og samveruna með hinum börnunum.