Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
CP ═sland
CP ═sland
Opna valmynd Loka valmynd
 

Að sættast við fötlunina
 

Þið hafið fengið að vita að barnið ykkar er með heilalömun, en það getur samt verið erfitt fyrir ykkur foreldrana, eða fyrir aðra í fjölskyldunni og vinahópnum, að sætta sig fyllilega við greininguna. Sumir neita að horfast í augu við að barnið þeirra sé með fötlun; aðrir eru tregir til að sætta sig við takmarkanirnar sem fötlunin hefur í för með sér.

Það er því mikilvægt að leggja ríka áherslu á að allir í fjölskyldunni sætti sig við og viðurkenni fötlun barnsins. Ekki er síður mikilvægt að þið gerið það sjálf. Það er mikilvægt ykkar sjálfra vegna og barnsins vegna, en einnig til að systkini sem barnið kann að eiga eða eignast fái nauðsynlegan stuðning í sínu lífi sem „eðlileg“ börn með „eðlilega“ virkni.
Til að þú getir veitt barninu þínu sem mesta og besta hjálp þarftu að afla þér réttra upplýsinga um gerð og umfang skerðingar barnsins.