Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
CP ═sland
CP ═sland
Opna valmynd Loka valmynd
 

Sjáðu kvikmynd um fjölskyldur og heilalömun

Gerðar hafa verið tvær norskar kvikmyndir sem veita góða og einlæga innsýn í líf fjölskyldu þar sem barn greinist með heilalömun. Horfa má á kvikmyndirnar hér fyrir neðan.
Þessar tvær myndir veita vandaða og einlæga innsýn í þær áskoranir sem lífið kann að færa fjölskyldu í kjölfar greiningar á heilalömun. Þetta eru kvikmyndir sem norsku samtökin Cerebral Parese-foreningen hafa látið gera.
Önnur myndin heitir „Sjáðu hvað ég get“ (á frummálinu: Se hva jeg kan) og fjallar sérstaklega um þá fjölmörgu möguleika sem þeir sem greinast með heilalömun hafa í daglegu lífi. Hún er sjö mínútur að lengd. Hin myndin er 11 mínútur að lengd og heitir „Sjáðu hver ég er“ (á frummálinu: Se hvem jeg er) og þar er sérstaklega beint sjónum að börnum í greiningarflokknum GMFCS 4–5, en sá flokkur einkennist af miklum vandkvæðum við að framkvæma grófhreyfingar.
Í kvikmyndunum má heyra bæði foreldra og börn lýsa upplifun sinni af lífinu og daglegri virkni heima og utan heimilis.