Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
CP ═sland
CP ═sland
Opna valmynd Loka valmynd
 

Hvað er CP (cerebral parese) ?

Áður fyrr var þetta kallað „spastísk lömun“ og þeir sem þjáðust af henni „spastískir“. Í dag er þó almenna heitið „CP“ eða „heilalömun“.

Heilalömun veldur varanlegri fötlun og er algengasta orsök hreyfihömlunar hjá börnum og ungmennum. Nýlegar tölur sýna að u.þ.b. 2 af hverjum 1000 lifandi fæddum börnum á Vesturlöndum greinast með CP, sem þýðir að á Íslandi má búast við að 8–10 einstaklingar fæðist með CP ár hvert.

Heilalömun orsakast af heilaskaða sem verður á fósturstigi, við fæðingu eða hjá nýbura. Skaðinn getur átt sér stað við fæðingu fyrir tímann, vegna blæðinga, smárra blóðtappa, súrefnisskorts eða sýkingar, en oft er ekki hægt að greina orsökina með vissu. Heilaskaðinn sem veldur heilalömuninni ágerist ekki en einkennin geta breyst með tímanum, þegar barnið vex og þroskast.

Sýnileg fötlun
Líkamlegar afleiðingar heilaskaðans eru sýnilegar. Heilalömun hefur áhrif á færni einstaklingsins til að stjórna vöðvum og hreyfingum líkamans. Heilalömun getur einnig valdið vandkvæðum við að hreyfa og nota handleggi og hendur, borða eða tala, allt eftir því hvaða svæði heilans hafa orðið fyrir skaðanum. Með tímanum getur þó orðið vart við vanstillingu liða og beina, sem orsakast af spennu og ójafnvægi í vöðvunum.
Ýmsum einkennanna er hægt að halda í skefjum með margs konar þjálfun og meðferð. Því fyrr sem meðferð hefst, þeim mun betur gengur að draga úr óþægindunum.

Ósýnileg fötlun
Heilaskaðinn sem heilalömunin veldur getur einnig valdið verulegum erfiðleikum, öðrum en líkamlegum. Í einhverjum tilvikum getur orðið skerðing á heyrn og sjón eða skerðing á vitsmunalegri starfsemi: vandamál tengd námi, einbeitingu, hugsun eða málnotkun.
Flogaveiki getur einnig komið upp og kallað á meðferð með lyfjum.