Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
CP ═sland
CP ═sland
Opna valmynd Loka valmynd
 

Gross Motor Function Classification System (GMFCS)

GMFCS flokkun á grófhreyfingum barna með CP byggist á virkum hreyfingum þeirra og er lögð sérstök áhersla á setstöðu, færslu úr einni stöðu í aðra og á milli staða. Þegar fimm flokka kerfi var skilgreint var aðalviðmiðunin sú að munur á milli flokka hefði einhverja þýðingu í daglegu lífi. Aðgreining milli flokka ræðst af því hve mikil skerðing til er athafna og þörf barnanna fyrir gönguhjálpartæki sem börnin styðja sig við (t.d. göngugrindur, hækjur eða stafi) og farartæki á hjólum. Einnig ræðst aðgreiningin af gæðum hreyfinga en aðeins að mjög litlu leyti. Munur á milli flokka I og II er ekki eins áberandi og munur á milli annarra flokka, sérstaklega hjá börnum yngri en tveggja ára.

Flokkur I - Gengur án erfiðleika
Flokkur II - Gengur en göngugeta er skert
Flokkur III - Gengur með því að styðja sig við gönguhjálpartæki
Flokkur IV - Á erfitt með að komast um sjálft, notar hugsanlega rafknúið farartæki
Flokkur V - Aðstoðarmaður ekur barninu í hjólastól á milli staða