Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
CP ═sland
CP ═sland
Opna valmynd Loka valmynd
 

Fréttir

Gögn fyrir aðalfund 28.4.2021

Hér er að finna gögn fyrir aðalfund CP félagsins sem haldinn verður miðvikudaginn 28. apríl 2021 kl. 20.

Ársreikningur 2020

Ársreikningur fyrir CP félagið fyrir starfsárið 2020.

 

Tillaga að lagabreytingu

Stjórn CP félagsins leggur til eina lagabreytingu er varðar 9. grein núgildandi laga.

9. greinin hljóðar svo:

Stjórn CP félagsins skipa sjö félagsmenn, formaður, varaformaður, gjaldkeri, ritari og þrír meðstjórnendur. Formaður skal kosinn á aðalfundi til tveggja ára í senn. Aðrir stjórnarmenn skulu kosnir til tveggja ára í senn, þrír á hverjum aðalfundi. Kosið skal eftir tilnefningum og skal kosning vera skrifleg ef tilnefningar um fleiri menn en þeim embættum nemur sem kosið er til hverju sinni. Fyrst skal formaður kosinn og síðan aðrir stjórnarmenn. Stjórnin skiptir með sér verkum. Jafnframt skal kjósa einn skoðunarmann reikninga á aðalfundi sem yfirfer ársreikning félagsins.

Breytingartillaga: Að við bætist ný setning í lokin svohljóðandi:
Æskilegt er að minnsta kosti tveir fulltrúar í stjórn CP félagsins séu einstaklingar sem greinst hafa með CP.

9. greinin myndi þá hljóða svona að teknu tilliti til breytingarinnar:

Stjórn CP félagsins skipa sjö félagsmenn, formaður, varaformaður, gjaldkeri, ritari og þrír meðstjórnendur. Formaður skal kosinn á aðalfundi til tveggja ára í senn. Aðrir stjórnarmenn skulu kosnir til tveggja ára í senn, þrír á hverjum aðalfundi. Kosið skal eftir tilnefningum og skal kosning vera skrifleg ef tilnefningar um fleiri menn en þeim embættum nemur sem kosið er til hverju sinni. Fyrst skal formaður kosinn og síðan aðrir stjórnarmenn. Stjórnin skiptir með sér verkum. Jafnframt skal kjósa einn skoðunarmann reikninga á aðalfundi sem yfirfer ársreikning félagsins.

Æskilegt er að minnsta kosti tveir fulltrúar í stjórn CP félagsins séu einstaklingar sem greinst hafa með CP.

Rökstuðningur:

Lögð er á það áhersla að æskilegt sé að einstaklingar með CP eigi sæti í stjórn félagsins.

Mannefli, styrktarsjóður

CP félagið á styrktarsjóð sem nefnist Mannefli. Þar sem fyrri samþykktir um sjóðinn finnast ekki (eingöngu hafa fundist drög að samþykktum) leggjum við til að nýjar reglur sjóðsins verði bornar upp til samþykktar á fundinum.

Tillaga að reglum um Mannefli, styrktarsjóð CP félagsins.

Verði reglur samþykktar myndi fara fram kosning í stjórn Manneflis í samræmi við nýjar reglur sjóðsins.