Fréttir
08. desember 2020
Jólaskemmtun CP félagsins 13. desember 2020
Jólaskemmtun CP félagsins verður haldin sunnudaginn 13. desember kl. 15. Í anda rafrænna samverustunda mun jólaskemmtun CP félagsins verða streymt gegnum Facebook síðu félagsins.
Hinir frábæru Fjörkarlar munu halda uppi jólastemningu og góðir gestir munu kíkja í heimsókn.
Fátt ku vera betra en eiga rafræna samverustund með þínum nánustu þessi jólin, maula smákökurnar, sötra á súkkulaðinu og skemmta sér yfir jólalegu streymi CP félagsins.
Sjá nánar á Facebook.