Fréttir
Félagsgjöld 2020
Greiðsluseðlar vegna félagsgjalda 2020 verða sendir út á næstunni og ættu að birtast í netbanka. Árgjald er 3.000 kr. en aðild að CP félaginu veitir einnig aðild að Umhyggju, félagi langveikra barna og aðgang að þjónustu Öryrkjabandalagsins. Umhyggja býður m.a. upp á sálfræðiþjónustu fyrir forráðamenn langveikra barna auk þess að reka styrktarsjóð sem félagsmenn CP félagsins hafa aðgang að. Þá býður Öryrkjabandalagið m.a. upp á ráðgjöf í réttindamálum fatlaðra.
Aðild að CP félaginu er fjölskylduaðild, eingöngu er innheimt eitt árgjald á hvert heimili en litið svo á að allir heimilismeðlimir séu aðilar að félaginu.
Viljir þú gerast félagi í CP félaginu biðjum við þig um að senda okkur póst á cp@cp.is is með upplýsingum um nafn og kennitölu greiðanda.