Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
CP ═sland
CP ═sland
Opna valmynd Loka valmynd
 

Fréttir

Ráðstefna um heilatengda sjónskerðingu

Heilatengd sjónskerðing (CVI) (e. Cerebral Visual Impairment) er sjónskerðing sem orsakast af skemmdum á sjónbraut og/eða sjónúrvinnslustöðvum í heilanum.

CVI kemur ekki til vegna skaða á sjálfum augunum heldur skynja eða túlka sjónúrvinnslustöðvar heilans ekki alltaf það sem augun sjá. Því verður úrvinnsla sjónrænna upplýsinga skert.

Það hversu mikil sjónskerðingin er fer eftir alvarleika og staðsetningu taugaskemmdanna sem og hvenær skaðinn verður. Afleiðingarnar geta verið margvíslegar, bæði er varða sjónina og aðra tengda kvilla.

Það er ekki alltaf augljós ástæða fyrir því af hverju einstaklingar fá CVI,  en heilalömun hefur verið nefnd í því samhengi.

Frekari upplýsingar um CVI má finna hjá Blindrafélaginu https://www.blind.is
_____________________________________________

Ráðstefnan verður haldin í  Verkís, Ofanleiti 2, Reykjavík þ. 10. október og hefst kl. 14:00 og mun standa til  klukkan 18:00.

Ráðstefnu dagskrá:

Kl. 14:00 - Setning – Sigþór U Hallfreðsson formaður Blindrafélagsins og Margrét María forstjóri ÞÞM
Kl. 14:05 - Dr. Roman-Lantzy; Hvað er CVI eða heilatengd sjónskerðing? Dr. Roman hefur sérhæft sig í einkennum CVI, matstækjum og kennslu.
Kl. 15:00 - Teach CVI Erasmus+ Evrópuverkefni; samstarf um matstæki og kennsluefni. ÞÞM kynnir; Estella D: Björnsson og Dr. Roxana Cziker
Kl. 15:30 - Kaffihlé- léttar veitingar
Kl. 15:50 - Dr. Lantzy fjallar um orsakir CVI; Dr. Lantzy er barnalæknir sem sérhæfði sig í nýburum.
Kl. 16:30 - Reynslusögur; einstaklingar segja frá eigin upplifun af að lifa með heilatengdri sjónskerðingu.
Kl. 17:20 - Kaffihlé
Kl. 17:30 - Börn með CVI á Íslandi; Dr. Roxana Cziker sérfræðingur i CVI
Kl. 17:45 - Kynning á þjónustu og tölfræði frá Þjónustu- og Þekkingarmiðstöð (ÞÞM), Estella D. Björnsson fagstjóri sjónfræði.
Kl. 18:00 - Ráðstefnu lok

Þátttaka er ókeypis. Skráning fer fram hjá afgreidsla@blind.is.