Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
CP ═sland
CP ═sland
Opna valmynd Loka valmynd
 

Fréttir

Fótbolti fyrir stúlkur með sérþarfir

Í sumar munu KSÍ, ÍF og Knattspyrnufélagið Fram standa fyrir æfingum fyrir stúlkur með sérþarfir, þ.e. stúlkur sem eiga við þroskahömlun, líkamlega hömlun eða andleg veikindi. 

Það verða tvær æfingar á viku og hefjast þær 13. júní.
Þær munu fara fram á æfingasvæði Fram í Safamýri. 


Thelma Karítas Halldórsdóttir mun sjá um þjálfun stúlknanna. Hún er í þjálfarateymi Breiðabliks og með B-þjálfararéttindi hjá KSÍ. 

„Markmiðið er að fjölga stúlkum með sérþarfir í knattspyrnu. Stúlkum með þrokahömlun, líkamlega hömlun og andleg veikindi," segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá KSÍ, ÍF og Fram. 

Kynning á verkefninu verður sunnudaginn 26. maí kl. 11:00-12:00 og miðvikudaginn 29. maí kl. 17.00-18:00 á æfingasvæði Fram í Safamýri. Þar koma landsliðskonur í heimsókn og boðið verður upp á skemmtilegar knattþrautir. 

„Komdu í fótbolta og taktu vinkonu, mömmu eða systur þína með þér."