Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
CP ═sland
CP ═sland
Opna valmynd Loka valmynd
 

Fréttir

Rannsókn á stoðkerfisverkjum

Stoðkerfisverkir barna og unglinga með cerebral palsy (CP) sem geta gengið óstudd eða með stuðningi af göngugrindum

Nú er í gangi rannsókn á stoðkerfisverkjum íslenskra barna og unglinga með CP sem eru með færni í grófhreyfifærniflokkum I-III. Þeir flokkar ná yfir þá einstaklinga sem geta gengið óstuddir eða með stuðningi af göngugrind.

Öllum börnum (8-17 ára) sem eru skráð eru í gagnagrunn Greiningar-og ráðgjafarstöðvar ríkisins með greininguna Cerebral Palsy (CP) og eru með grófhreyfifærni í flokkum I-III er boðin þátttaka. Þeir sem svara spurningunum fá sendan bíómiða í boði CP félagsins

Könnunin fer fram á rafrænt (í síma) og verður í gangi í janúar og fram í miðjan febrúar. Spurt er um stoðkerfisverki undanfarna sjö daga hjá börnum og unglingum. Einnig er spurt um staðsetningu verkja, magn og áhrif verkjanna á daglegar athafnir og þátttöku í samfélaginu.

Sum ykkar hafa fengið SMS með kynningu á rannsókninni og ykkur boðin þátttaka. Um leið við þökkum þeim sem hafa tekið þátt, hvetjum við alla til að taka þátt. Það tekur um það bil 10-15 mínútur að svara spurningunum. Með þátttöku hjálpið þið við að auka þekkingu sjúkraþjálfara og annarra um stoðkerfisverki og áhrif þeirra á dagleg líf barna með CP sem ganga. Sú þekking getur verið leiðbeinandi við greiningu og meðferð á verkjum hjá þessum hópi. Þessar upplýsingar eru mikilvægar til að heilbrigðisstarfsmenn geti veitt börnum með CP gagnreynda þjónustu. 
Rannsóknin hefur hlotið leyfi Vísindasiðanefndar og Persónuverndar.

Sími: Netfang:
Þjóðbjörg Guðjónsdóttir lektor 899-4624 thbjorg@hi.is
og sérfræðingur í barnasjúkraþjálfun 
Námsbraut í sjúkraþjálfun, Háskóli Íslands
Ábyrgðarmaður og leiðbeinandi rannsóknar

Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir 897-7553 iah3@hi.is
MSc nemi við Námsbraut í sjúkraþjálfun, Háskóla Íslands