Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
CP ═sland
CP ═sland
Opna valmynd Loka valmynd
 

Fréttir

Heilinn er heillandi

Heilinn er heillandi fyrirbæri og um leið óendanlega flókinn. Reyndar eru svo margar taugafrumur og innbyrðis tengimöguleikar milli frumnanna að mögulegar samsetningar eru fleiri en atómin í alheiminum! Og eins og það sé ekki nóg þá eru þessar tengingar stöðugt að taka breytingum. Það þýðir að heilinn er sífellt að breytast og þess vegna segjum við að hann sé mótanlegur (e.neuroplasticity).

Heilinn breytir styrkleika tenginganna og virkni tiltekinna sviða á grundvelli þeirrar reynslu sem hann byggir upp. Þetta hefur mikla þýðingu þegar barn vex úr grasi eða þegar heilinn í okkur þarf að lagfæra skaða sem á honum hefur orðið. Fyrir fæðinguna og á æskuárunum margfaldar heilinn eigin þyngd, fjölda taugafrumna og ekki síst fjölda tengimöguleika á milli frumnanna. Fyrir fæðingu þurfa að myndast svo mikið sem 20 milljarðar taugafrumna í heilaberkinum einum og talið er að við fæðingu séu til staðar um 240 trilljónir tengimöguleika á milli taugafrumna.

Nýjar taugafrumur halda áfram að myndast fram að 5 ára aldri eða þar um bil. Heilinn heldur hins vegar áfram að mynda og rjúfa tengingar á milli heilafrumna alla ævina, allt eftir því hvaða virkni á sér stað í heilanum. Öll þessi virkni og allar þessar breytingar sem eiga sér stað í heilanum kosta hins vegar sitt. Taugafrumurnar eru búnar til úr fitu, prótínum og sykri, en það þýðir að þegar heilinn tekur breytingum þarf hann stöðugt að fá bæði orku og næringarefni.

Þótt heilinn sé aðeins um 2% af heildarþyngd líkamans krefst hann 20% af orkunni sem líkaminn notar. Það þýðir að hann „borðar“ næringu sem samsvarar 0,5 kg af sykri á viku. Og það gerir hann bæði á meðan þú vakir og á meðan þú sefur.

Nú á dögum vitum við sem betur fer mikið um þau áhrif sem neysla mismunandi fæðutegunda hefur á byggingu taugafrumna, og um leið á mótunarleika heilans. Við vitum að sum næringarefni, t.d. ómega 3-fitusýrur, úridín, kólín og mörg vítamín og steinefni, eru nauðsynleg til að byggja upp taugafrumur og tryggja eðlilega virkni þeirra. Mörg efni örva hina fjölmörgu vaxtarþætti heilans, en önnur efni auka virkni efnaskiptaferlanna í heilanum. Og loks eru til efni sem stuðla að vörn og viðhaldi taugafrumnanna. Þetta eru efni með svokallaða afoxunarvirkni, svo sem C-vítamín, rósmarínsýra og flavonóíðar í berjum og ávöxtum.