Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
CP ═sland
CP ═sland
Opna valmynd Loka valmynd
 

Hjálpartæki


 

Margir sem þjást af heilalömun, jafnt börn sem fullorðnir, þurfa að nota hjálpartæki af einhverju tagi. Markmiðið með hjálpartækjunum er að bæta upp skerta færni og gefa þannig sjúklingi með heilalömun sem besta möguleika á að lifa virku félagslífi og geta stundað vinnu eða sótt nám.

Skilgreining Sjúkratrygginga Íslands: "Hjálpartæki er tæki sem ætlað er að draga úr fötlun, aðstoða fatlaða við að takast á við umhverfi sitt, auka eða viðhalda færni og sjálfsbjargargetu eða auðvelda umönnun. Hjálpartækið verður jafnframt að teljast nauðsynlegt og hentugt til að auðvelda athafnir daglegs lífs."
Sjá nánar á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands/Hjálpartækjamiðstöð

Við lærum og þroskumst með því að skoða umhverfi okkar. Einstaklingar með CP ná oft ekki þroskaáföngum á sama tíma og jafnaldrar eða ná þeim alls ekki. Því eru hjálpartæki þeim mikilvæg til að komast um og breyta um stöður, án aðstoðar eða með lítilsháttar aðstoð. En hjálpartæki eru einnig fyrirbyggjandi að mörgu leyti. Með stöðubreytingum er verið að örva blóðrás, minnka líkur á hryggskekkju, styrkja bein, hjarta og lungu. Oft eru hjálpartæki mjög sérhæfð og í sumum tilfellum sérsmíðuð og aðlöguð að einstaklingnum.

Læknir eða annar hlutaðeigandi heilbrigðisstarfsmaður (t.d. sjúkraþjálfari eða iðjuþjálfi) metur þörf fyrir hjálpartækið og sækir um. Læknir fyllir út fyrstu umsókn og er hún einnig læknisvottorð. Þegar einstaklingurinn hefur ekki lengur þörf fyrir hjálpartækið eða hefur vaxið upp úr því, er tækinu skilað til Hjálpartækjamiðstöðvar Sjúkratrygginga Íslands. Til eru margs konar gerðir hjálpartækja:

Einstaklingsmiðuð hjálpartæki, eða hjálpartæki sem sjúklingurinn gengur með á sér, svo sem stoðtæki eins og innlegg, skinnur og fótspelkur, þrýstingssokkar, gervilimir á handleggi og fótleggi og fleira.
Þetta geta einnig verið einnota hjálpartæki, svo sem bleyjur, þvagleggir, hjálpartæki vegna sykursýki og fleira.
Tæknileg hjálpartæki geta verið baðstólar, stafir, göngugrindur, hjólastólar, færanlegar lyftur og fleira.

Einstaklingsmiðuð hjálpartæki eru hjálpartæki sem eru sniðin að þörfum hvers einstaklings fyrir sig – til dæmis rafknúnir og handknúnir hjólastólar.
Tölvutæknin nýtist vel einstaklingum með hreyfihömlun og aðrar sérþarfir. Hún býður uppá fjölbreytta möguleika til náms og afþreyingar og getur haft áhrif á félagslega stöðu.Tölvan er það hjálpartæki sem á síðustu árum hefur skipt sífellt meira máli og nýtist t.d. sem tæki til skriflegra og munnlegra tjáskipta og til stjórnunar á umhverfi.  TMF Tölvumiðstöðin veitir ráðgjöf sem felur í sér mat á þörf fyrir tölvubúnað, val á búnaði, prófun og leiðsögn í notkun búnaðar. Ráðgjöfin er einstaklingsmiðuð og unnin í samvinnu við aðila úr nánasta umhverfi skjólstæðings. TMF Tölvumiðstöð hét áður Tölvumiðstöð fatlaðra en árið 2011 fékk miðstöðin nýtt nafn. TMF stendur fyrir Tækni- Miðlun -Færni. 

Neytendavörur eru vörur sem eru framleiddar og seldar á almennum neytendamarkaði. Slík neytendavara er ekki framleidd sérstaklega í þeim tilgangi að bæta upp skerta færni, en getur komið að gagni fyrir fólk með skerta færni. Þetta geta til dæmis verið rafmagnshlaupahjól eða reiðhjól með rafmótor.
Bílar sniðnir að þörfum fatlaðra og sérhannaðar innréttingar/sérútbúnaður í bíla.

Breytingar á húsnæði: Hugsanlega þarf að gera breytingar á húsnæði til að gera heimilið hentugra sem íverustað fyrir einstaklinginn. Það getur til dæmis þurft að setja upp rampa til að auðvelda aðgengi að og frá húsnæðinu, fjarlægja þröskulda, setja upp handrið, endurinnrétta salerni og baðherbergi og setja upp loftfestan lyftibúnað. Hugsanlega þarf að byggja við íbúðina eða húsið ef fyrirliggjandi rými er ekki nægilega stórt, til dæmis ef um er að ræða barn sem notar mikið af hjálpartækjum.
Hægt er að kynna sér betur reglur um hjálpartæki hér.

Ef þú þarft aðstoð við að sækja um hjálpartæki og stoðtæki skaltu hafa samband við þinn lækni og sjúkraþjálfara/iðjuþjálfa.
 

Rannsóknir og þróun í hjálpartækjaiðnaðnum hafa betrumbætt fyrri lausnir eins og rafdrifnar útgáfur af hjólastólum sýna. Stöðugt er unnið að þróun að bættum hjálpartækjum sem auðvelda einstaklingum með CP og aðstandendum þeirra daglegt líf.