Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
CP ═sland
CP ═sland
Opna valmynd Loka valmynd
 

Samskipti án orða

Sumir einstaklingar með heilalömun hafa ekki talmálsfærni og þurfa því aðstoð við að eiga samskipti. Óhefðbundnar tjáskiptaleiðir (Augmentative and Alternative Communication, eða AAC) er samheiti yfir þær leiðir sem notaðar eru til að eiga tjáskipti og samskipti við aðrar manneskjur þegar talfærni og/eða málskilningur er skertur.

Slík tjáskipti geta til dæmis farið fram með hljóðum, látbragði, stefnu augna, líkamstjáningu, TMT (tákn með tali), samtalsfélaga sem getur aðstoðað við tjáskipti og eftir fleiri leiðum.
Við tjáskipti er einnig hægt að nota hjálpartæki á borð við tölfur með myndrænum táknum sem hægt er að benda á, sem og tæknibúnað á borð við talvélar og tölvur með margs konar notkunarmöguleikum.

Mikilvægt er að hafa í huga að háþróaður tæknibúnaður sem er hægt að nota þegar notandinn situr í hjólastólnum sínum hættir að virka um leið og viðkomandi fer úr stólnum – eða ef búnaðurinn bilar.

Markmiðið með óhefðbundnum tjáskiptaleiðum er að þróa og bæta við tjáskiptamöguleika viðkomandi einstaklings, þannig að hann eða hún hafi aukna möguleika á að taka þátt í merkingarbærum athöfnum og geti tjáð sig um þær við aðra.

Sjá nánar á TMF (Tölvumiðstöð - Tækni * Miðlun * Færni)