Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
CP ═sland
CP ═sland
Opna valmynd Loka valmynd
 

Meðferð

Einstaklingum með heilalömun stendur til boða meðferð innan almenna heilbrigðiskerfisins. Meðferðin sem stendur til boða miðast við einkenni og gerð skerðingarinnar og er einnig háð því hvort einstaklingurinn er barn eða fullorðinn.
Börn með heilalömun fara í reglubundnar skoðanir á barnadeild á sjúkrahúsi og sækja þangað eftirfylgni. Fullorðnum með heilalömun er ekki boðið upp á fast, heildstætt meðferðarúrræði innan heilbrigðiskerfisins.
Fullorðnir með heilalömun fá meðferð innan almenna heilbrigðiskerfisins, eins og aðrir, en fyrsti tengiliður er heimilislæknir viðkomandi einstaklings. Markmið meðferðarinnar er að auka virkni og færni einstaklingsins. Meðferðinni má skipta í fjóra aðalflokka:

  • Lyfjameðferð
  • Skurðaðgerðir og spelkun 
  • Meðferð vegna viðbótarfötlunar
  • Þjálfun – sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun

 
Lyfjameðferð
Ef barn með heilalömun er með mikla vöðvaspennu í mörgum vöðvum líkamans er hægt að meðhöndla spennuna með baklofen, sem er vöðvaslakandi lyf og er gefið ýmist í töflu- eða vökvaformi. Í sérstökum tilvikum er hægt að dæla lyfinu beint inn í mænugöngin um slöngu sem er leidd inn í mænugöngin og tengd við skömmtunardælu.
Ef yfirspennan er aðeins til staðar í stökum vöðvum er hægt að meðhöndla spennuna með bótoxi (botulinium toxin) sem er sprautað í vöðvana með mjög fíngerðri holnál. Verkunartíminn er 3–6 mánuðir. Ef barnið slefar mikið er hægt að sprauta bótoxi í munnvatnskirtlana.

Aðgerðir og spelkun
Læknar reyna að forðast aðgerðir með öllum tiltækum ráðum en fyrir sum börn reynist aðgerð samt sem áður nauðsynlegt úrræði. Með aðgerðum er hægt að bæta virkni í handleggjum og fótleggjum með því að lengja eða flytja til vöðva og sinar. Til dæmis kann að vera hægt að lengja hásinina eða lengja vöðvana í hnésbótinni. Einnig getur reynst vel að gera aðgerðir á höndunum eða á hryggnum, allt eftir því hvaða hreyfiskerðingu barnið á við að etja.
Mörg börn með heilalömun geta þurft að nota spelku tímabundið. Spelkun getur bætt virkni barnsins og hindrað og/eða meðhöndlað skekkjur í liðum, en þannig má hugsanlega fresta eða forðast með öllu að gera þurfi aðgerð. Slíkar spelkur geta til dæmis verið hulsa sem stýrir hreyfingum fótarins, úlnliðsspelkur sem auðvelda sjúklingnum að beita hendinni og hryggspelkur sem styðja við hrygginn í sitjandi stellingu og hindra hryggskekkju.

Viðbótarfötlun
Það er mikilvægt að meðhöndla alla viðbótarfötlun sem kann að koma upp hjá barninu. Flogaveiki er algeng viðbótarfötlun með heilalömun. Komi flogaveiki upp eru gefin lyf sem koma í veg fyrir flog. Viðbótarfötlun getur einnig komið fram í sjón- og/eða heyrnarskerðingu.
Lestu meira um viðbótarfatlanir og fylgikvilla hér.

Þjálfun
Þjálfun er mikilvægur liður í að halda líkamanum í sem bestu formi og það er sérstaklega mikilvægt að einstaklingar sem búa við líkamlegar skerðingar fái aðstoð og stuðning við að styrkja líkamann.
Lestu meira um þjálfun hér.

Helstu fagaðilar sem koma að málefnum einstaklinga með CP eru: