Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
CP ═sland
CP ═sland
Opna valmynd Loka valmynd
 

Greining

Hjúkrunarfræðingur á heilsugæslustöð, starfsmaður leikskóla eða heimilislæknir tekur eftir því að barnið þroskast ekki eðlilega og grunur vaknar um heilalömun. Erfitt getur reynst að leggja mat á einkennin – barnið vex ekki eðlilega, er seint til að skríða, sitja uppi og ganga eða á erfitt með að matast. Barnið getur verið slappt eða með mikla spennu í líkamanum.

Rannsókn hjá barnalækni
Eftir að heimilislæknir verður var við einkenni vísar hann barninu til frekari rannsókna hjá barnalækni. Barnalæknirinn kannar einkum hvort vöðvar barnsins eru óeðlilega spenntir eða óeðlilega slappir, hvort barnið sýnir eðlileg viðbrögð og hvort sjá má merki um hömlun á þroska.
Greiningin ræðst af einkennum hjá barninu, rannsókn barnalæknis, segulómun á heila barnsins og öðrum sérrannsóknum sem hugsanlega verða gerðar.

Segulómun
Við segulómun geta komið í ljós blæðingar eða misfellur í heilanum en einnig kann að vera að sködduðu svæðin séu svo lítil að þau sjáist ekki við myndatöku. Við segulómun eru notaðar útvarpsbylgjur. til að kortleggja líkamann að innanverðu. Sjúklingurinn þarf að liggja grafkyrr á meðan skoðunin fer fram, en hún er sársaukalaus með öllu.


Börn með heilalömun
Þegar barn er greint með heilalömun er næsta skrefið að upplýsa foreldrana ítarlega um það sem greiningin hefur í för með sér og merkir. Barnalæknir gerir áætlun um eftirfylgni, stuðning og aðstoð við þjálfun barnsins, í samráði við foreldrana.

CPEF-kerfið (CP-eftirfylgni)
Við ákvarðanatöku um meðferð er notað CPEF-kerfið (CP-eftirfylgni), sem samsvarar sænska CPUP-eftirfylgnikerfinu. Kerfið er notað til að fylgjast kerfisbundið og með reglubundnum hætti með hreyfi- og málþroska barna og ungmenna með heilalömun. Æfingastöðin og Endurhæfing-þekkingarsetur notast við CPEF-kerfið og er hægt að hafa samband við þau ef áhugi er fyrir hendi að taka þátt í CP-eftirfylgninni.
Markmiðið með CPEF er að fylgjast mjög náið með þroska barnsins og geta gripið inn í með sjúkraþjálfun og meðferð um leið og upp koma alvarleg frávik og vandamál sem tengjast liðum, beinum og hreyfanleika.
Þú getur fengið frekari upplýsingar um eftirfylgnikerfið á www.slf.is og www.endurhaefing.is