Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
CP ═sland
CP ═sland
Opna valmynd Loka valmynd
 

Mismunandi gerðir CP

Þegar litið er til líkamlegra einkenna má skipta heilalömun í þrjár gerðir, sem hver hefur sín sérkenni:

Spastísk lömun (75%):
Þetta er algengasta gerð heilalömunar og einkennist aðallega af aukinni spennu (tonus) í beygjuvöðvum liðanna. Hreyfingar verða stirðar, líkaminn tekur á sig þvingaðar stellingar og vart verður við aukið viðnám í hreyfingum liðanna. Viðbrögð sina eru afbrigðileg.

Slingurlömun (ataxísk lömun) (u.þ.b. 5%): 
Þessi gerð heilalömunar einkennist af skorti á samhæfingu vöðva, sem gerir hreyfingar ónákvæmar og óstöðugar. Erfitt reynist að halda jafnvægi og tal verður hægt og skrykkjótt.

Ranghreyfingarlömun (dyskínetísk lömun) (10%):
Þessi gerð veldur frávikum í hreyfingamynstri sem ágerist við virkni og streitu. Ranghreyfingarlömun skiptist í tvær undirgerðir:
- gerð sem einkennist af rykkjabrettukenndum hreyfingum með lítilli vöðvaspennu og tilviljanakenndum, ósjálfráðum brettuhreyfingum sem hætta þegar einstaklingurinn sefur. Erfiðleikar við tal koma ævinlega fram.
- gerð sem einkennist af ranghreyfingum (dystóníu) og langvinnri, kröftugri vöðvaspennu (hypertóníu), sem veldur sársauka.

Þau 10% tilvika sem eftir standa eru blanda af aðalgerðunum þremur.

Mismunandi stig heilalömunar

Engin tvö börn eru eins og það á einnig við um börn með heilalömun. Þegar fagfólk þarf að lýsa líkamlegu virknistigi barns eru notaðar ýmiss konar flokkanir. Ein sú algengasta er GMFCS-kerfið (Gross Motor Function Classification System), sem er notað til að flokka grófhreyfingar barna með heilalömun.

Flokkunin miðast við einstaklinga með heilalömun sem eru á aldrinum 0–18 ára og skiptir einstaklingunum í fimm flokka, eftir færni þeirra til að ganga, sitja og hreyfa sig. Börn og unglingar sem falla í flokkinn GMFCS I eru með mestu færnina en í flokknum GMFCS V eru þau sem hafa minnsta færni og sem eru ekki göngufær. Innan hvers flokks fyrir sig rúmast margs konar færnistig.

Einstaklingur helst yfirleitt innan sama grófhreyfingaflokks alla tíð og því er hægt að nota GMFCS-kerfið til að sjá fyrir þróun líkamlegu skerðingarinnar hjá barni með heilalömun. Flokkunin getur einnig gefið hugmynd um það hvers konar stuðning, meðferð og stoðtæki einstaklingurinn kann að þurfa.