Aðalfundur 2018

24.04.2018
Aðalfundur Félags CP á Íslandi verður haldinn Fimmtudaginn 26. apríl 2018, kl 20. að Háaleitisbraut 13, 2. hæð. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.
Lesa meira

Ný heimasíða

13.10.2017
 CP felagið opnar nýja heimasíðu á næstu dögum.
Lesa meira

Alþjóðlegi CP dagurinn

6.10.2017
Í dag 6 október er hinn Alþjóðlegi Dagur CP.
Lesa meira

Stórhátíð CP Félagsins 2017

5.08.2017
                                                                                                              Stórhátíð CP félagsins 2017 
Verður haldinn í Reykjadal Mosfellsbæ
Laugardaginn 26 Ágúst 2017.
Fjölbreytt skemmtidagskrá 
Hátíðinn hefst klukkan 13 og lýkur klukkan 17.
Blaðrarinn
Hamborgarabúllubílinn
Búlluborgarar nauta og grænmetis.
Leikhópurinn Lotta
Trúbadorar
Leiktæki
Lesa meira

Orlofs og Desemberuppbót.

17.05.2017
Ákvörðun um orlofs- og desemberuppbót til lífeyrisþega 17/5/2017 Félags- og jafnréttismálaráðherra hefur undirritað reglugerð um eingreiðslur til lífeyrisþega árið 2017. Óskert orlofsuppbót örorkulífeyrisþega sem greiðist í júlí verður 35.415. kr. og desemberuppbótin 53.123 kr. Sambærilegar uppbætur til ellilífeyrisþega verða óskertar 34.500 kr. í júlí og 51.750 kr. í desember. Fjárhæðir orlofs- og desemberuppbóta til lífeyrisþega eru birtar árlega með reglugerð og greiðslur fara fram 1. júlí og 1. desember ár hvert. Til þessa hafa reglur um útreikning og fjárhæðir orlofs- og desemberuppbótar verið þær sömu fyrir örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og ellilífeyrisþega. Vegna breytinga sem gerðar voru á bótakerfi ellilífeyrisþega, m.a. með sameiningu bótaflokka, samkvæmt lögum sem tóku gildi um síðustu áramót var ekki lengur unnt að láta sömu reglur gilda um viðmið og útreikninga. Engar breytingar verða hvað varðar orlofs- og desemberuppbætur til örorkulífeyrisþega, en með reglugerðinni sem hér fylgir er kveðið á um nýjar reglur og viðmið vegna útreikninga á uppbótum til ellilífeyrisþega. Með breytingunni verða eingreiðslur ellilífeyrisþega föst fjárhæð og óháð því hvort viðkomandi býr einn eða með öðrum. Gert er ráð fyrir að fjárhæð eingreiðslunnar lækki um 2% vegna tekna ellilífeyrisþega og verði án frítekjumarks. Eingreiðslur til ellilífeyrisþega verður sérstakur bótaflokkur og verður heildarfjárhæðin óskert 86.250 kr. á þessu ári sem greiðist í tvennu lagi, þ.e. 40% í júlí og 60% í desember. Ef tekjuforsendur breytast hjá ellilífeyrisþega eftir greiðslu orlofsuppbótar í júli er leiðrétt fyrir því við greiðslu desemberuppbótarinnar til samræmis við það hvort um of- eða vangreiðslu er að ræða.
Lesa meira

Aukin þjónusta Sjúkratrygginga Íslands um viðgerðarþjónustu hjálpartækja

12.05.2017
 Aukin þjónusta Sjúkratrygginga Íslands um viðgerðarþjónustu hjálpartækja

 

Á undanförnum árum hefur umsóknum til Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) um hjálpartæki fjölgað verulega og fyrirsjáanleg er mikil fjölgun eldri borgara sem mun kalla á aukna þjónustu hjálpartækjamiðstöðvar Sjúkratrygginga Íslands. Stofnunin hefur síðustu misseri verið að skoða lausnir til framtíðar í þjónustunni því aukningin er slík að hún kallar á umbætur.

Liður í þeim umbótum er að semja við fyrirtæki til að sjá um viðgerðarþjónustu fyrir sjúkratryggða notendur sem eru með hjálpartæki í láni og í eigu SÍ.

Sjúkratryggingar Íslands hafa gert samninga við sex fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu um viðgerðarþjónustu vegna hjálpartækja. Samningar taka gildi 15. maí nk. Fyrirtækin eru Fastus ehf, Icepharma hf, Stoð ehf stoðtækjasmíði, Títus ehf, Öryggismiðstöð Íslands ehf og Eirberg ehf frá 1. september nk.  

 

Lesa meira

Málþing um samning SÞ

10.05.2017
Hvaða þýðingu hefur Sáttmáli SÞ um réttindi fatlaðs fólks fyrir þjónustu og starfsemi íslenskra sveitarfélaga? Málþing haldið á Grand Hóteli í Reykjavík þriðjudaginn 16. maí 2017 kl. 13:00 til 17:00 DAGSKRÁ: 13:00 - 13:15 Upphafsávarp Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði og í stjórn sambandsins 13:15 - 14:00 Tilurð og uppbygging Sáttmála SÞ um réttindi fatlaðs fólks Rannveig Traustadóttir prófessor við Háskóla Íslands 14:00 - 14:45 Hvaða væntingar hef ég til míns sveitarfélags í ljósi sáttmálans? Spurningunni svara í pallborði: - Ragnar Gunnar Þórhallsson Mosfellsbæ - Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skagafirði - Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Kópavogi - Finnbogi Örn Rúnarsson Reykjavík - Rósa María Hjörvar Reykjavík - Eymundur Lúter Eymundsson Akureyri 14:45 - 15:00 Reynsla Hafnarfjarðarbæjar af innleiðingu sáttmálans Guðlaug Kristjánsdóttir forseti bæjarstjórar Hafnarfjarðarbæjar og formaður fjölskylduráðs 15:00 - 15:15 Áskoranir fyrir félagsþjónustu sveitarfélaga Gunnar M. Sandholt félagsmálastjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar 15:15 - 15:40 Kaffihlé 15:40 - 16:15 Yfirlit um innleiðingu sáttmálans í Danmörku með fókus á sveitarfélögin Maria Ventegodt Liisberg Department Director, Equal Treatment Danish Institute for Human Rights (erindið verður flutt á ensku) 16:15 - 16:25 Sáttmálinn sem gátlisti og aðgerðaplan Auðun Freyr Ingvarsson framkvæmdastjóri Félagsbústaða hf. 16:25 - 16:55 Umræður og fyrirspurnir 16:55 - 17:00 Málþingsslit Málþingsstjórar eru Eva Þórdís Ebenezardóttir og Halldór Sævar Guðbergsson. Málþingið er haldið í samvinnu Sambands íslenskra sveitarfélaga, Landssamtakanna Þroskahjálpar, Öryrkjabandalags Íslands og Rannsóknaseturs í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands. Velferðarráðuneytið styrkir málþingið.
Lesa meira

Stjórn CP félagsins 2017

4.05.2017
 Björn Valdimarsson formaður
 
Steinunn Þorsteinsdóttir ritari
 
Nína Sif Gilsfjörð
 
Anna María Emilsdóttir
 
Anna J Þorsteinsdóttir
 
Leifur Leifsson
 
Stefán Örn Pétursson
Lesa meira

Gleðilegt Sumar

20.04.2017
 Gleðilegt Sumar 
Lesa meira

Aðalfundur 2016

10.04.2017
Aðalfundur 2016. Verður haldinn á Sjónarhól 25.apríl 2 hæð kl 20:00 Háaleitisbraut 13. Skýrsla stjórnar félagsins Reikningar síðasta reikningsárs. Lagabreytingar, ef um það koma fram skriflegar tillögur sem skilað er til stjórnarmanns minnst 7 dögum fyrir aðalfund. Kynna skal lagabreytingartillögur á heimasíðu félagsins, www.cp.is, minnst 5 dögum fyrir aðalfund. Ákvörðun árgjalds félagsmanna fyrir næsta ár. Kosning stjórnar og skoðunarmanns reikninga. Önnur mál. Kveðja Stjórn CP félagsins.
Lesa meira

Þorrablótt 2017

11.01.2017
Þorrablót 2017 Nú nálgast Þorrinn og mál til komið að fagna því!!! Þorrablót CP félagsins verður haldið í félagsheimili Ármanna, Dugguvogi 13. laugardaginn 4. febrúar kl. 19.00. Verð kr. 3.000. fyrir manninn. Posi verður á staðnum. Ath. hver kemur með sín drykkjarföng. Sendið póst á cp@cp.is , eða hringið í síma 691-8010 í síðasta lagi miðvikudaginn 1. febrúar og tilkynnið þátttöku. Sjáumst hress á þorrablóti.
Lesa meira

Gleðileg Jól

26.12.2016
Gleðileg Jól og farsælt komandi ár.
Takk fyrir árið 2016.
Lesa meira

CP félagið 15 ára í dag.

30.10.2016
Í dag 30.október 2016 er CP félagið 15 ára.
Þennan dag 2001 söfnuðust á annað hundrað manns í æfingasal Styrktarfélagsins að Háaleitisbraut og lögðu grunn að félaginu og stofnuðu félagið.
Vinnan hafði staðið yfir í smátíma og höfðu aðstandendur fundið fyrir því að félag sem sérhæfði sig í þekkingu og að vinna málefnum einstaklinga með CP þyrfti að líta dagsins ljós.
Félagið byrjaði strax að vinna að því að hvernig gæti hópurinn náð saman og hefur félagið haldið "Sumarhátíð" á hverju ári frá 2002 og alltaf hefur hún verið miðpunktur hópastarfsins.  Sú 15 verður haldinn næst komandi sumar og vinnan er hafinn að því að hún verði sú glæsilegasta.  Jólaball félagsins hefur verið fastur liður á hverju ári.  Félagið hóf samstarf við CP félögin á norðurlöndum 2010 og hefur það samstarf verið félaginu farsælt enda margt sem sameinar okkur en öfugt.  Félagið er aðli að ÖBÍ og hefur það verið farsælt. Félagið er félagi að Umhyggju og hafa félagsmenn notið góðs af því samstarfi.  
CP félagið hefur verið að taka þátt í verkefni ÖBÍ um kynningu á félögunum sem er á lokastigi.
CP félagið vinnur og mun opna nýja heimasíðu innan tíðar og sú vinna langt kominn.
Hvatningarverðlaun verða veitt á ný.
Fræðslufundur er á lokastigi og verður augýstur fljótlega.
 
Til hamingju með daginn öll.
 
Kveðja frá stjórn CP félagsins.
 
Lesa meira

CP Ungir

23.09.2016
Mánudaginn 19 september fór fram fyrsti fundur hjá hópnum og fór hann fram á Sjónarhóll undir dyggri stjórn Ellenar Geirsdóttur og Steinnunar Þorsteinsdóttur og miklar umræður og hvernig hópurinn ætlar að starfa.  Næsti fundur verður auglýstur innan tíðar.
Lesa meira

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

14.07.2016
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Verður haldið 20 ágúst 2016. Átta einstaklingar hafa nú þegar skráð sig sem hlaupara fyrir CP félagið og safna áheittum. Félagið hefur alltaf notið velvilja hlaupara til þess að hlaupa fyrir málstað CP einstaklinga. Endilega farið inn á hlaupastyrkur.is og Góðgerðafélöginn og Félag CP á Íslandi og skoðið og styrkið þessa fábæru einstaklinga sem hlaupa fyrir félagið. Margt smátt gerir eitt stórt.
Lesa meira

Sumarhátíð 2016

29.06.2016
Sumarhátíð CP félagsins Þá er komið að okkar árlegu sumarhátíð, sem haldin verður í Reykholti í Biskupstungum helgina 1 og 2 júlí nk. Dagskráin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Boðið er uppá stæði fyrir tjaldið eða gistingu í svefnpokaplássi. Þeir sem ekki vilja gista geta keyrt á staðinn að morgni laugardags og til baka um kvöldið. Sama gamla verðið, kr 2.500.- fyrir fullorðna, 1.500.- fyrir 6-12 áraog frítt fyrir yngstu börnin. Tökum visa og euro. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku fyrir 30 júní 2016. Skráning fer fram á skraningarcp@gmail.com Hversu margir og aldur? Skóli?, Tjaldstæði? Sjáumst kát og hress, í góða skapinu, í góða veðrinu!!!
Lesa meira

Sumarhátíð 2016

8.06.2016
Hinn árlega sumarhátíð CP félagsins verður haldinn helgina 1 og 2 Júlí 2016.
Hátíðin fer fram að Reykholti Bláskógabyggð.  Takið frá daganna.
Dagskráinn verður auglýst þegar nær dregur.
Lesa meira

Breyting á netföngum.

26.05.2016
Kæru félagsmenn. Töluvert er að netföng hjá ykkur hafa breyst. CP félagið fær töluvert af pósti sem ekki nær á áfangastað. Ef þið hafið fengið nýtt netfang og lagt niður annað væri það gott ef þið mynduð senda nýjar upplýsingar á cp@cp.is
Lesa meira

Aðalfundur CP félagsins vegna 2015.

27.04.2016
Aðalfundur CP félagsins var haldinn á Sjónarhóll 26 apríl 2016. Venjuleg aðalfundarstörf. Skýrsla stjórnar sem var mjög ítarleg. Reikningar félagsins voru lagðir fram og þeir samþykktir. Árgjald verður óbreytt 2016. Formaður var kosinn Björn Valdimarsson. Stjórnarmenn kosnir. Anna Jónsson Þorsteinsdóttir, Daníel Ómar Viggósson, Nína Sif Gilsfjörð, Loftur Atli Eiríksson, Steinnun Þorsteinsdóttir og Ellen Geirsdóttir. Skoðunarmaður reikninga Klara Geirsdóttir.
Lesa meira

Aðalfundur CP félagsins

26.04.2016
 Minnum á 
Aðalfund CP félagsins vegna ársins 2015.
 
Verður haldinn Þriðjudaginn 26 Apríl 2016.
Sjónarhóll 2 hæð
 
Venjuleg Aðalfundarstörf.
 
Stjórn CP félagsins
Lesa meira

Á döfinni

Á döfinni

Sumarhátíð 2017

Myndbönd

myndbond

Myndaalbúm