Aðalfundur CP félagsins vegna 2015.

27.04.2016
Aðalfundur CP félagsins var haldinn á Sjónarhóll 26 apríl 2016. Venjuleg aðalfundarstörf. Skýrsla stjórnar sem var mjög ítarleg. Reikningar félagsins voru lagðir fram og þeir samþykktir. Árgjald verður óbreytt 2016. Formaður var kosinn Björn Valdimarsson. Stjórnarmenn kosnir. Anna Jónsson Þorsteinsdóttir, Daníel Ómar Viggósson, Nína Sif Gilsfjörð, Loftur Atli Eiríksson, Steinnun Þorsteinsdóttir og Ellen Geirsdóttir. Skoðunarmaður reikninga Klara Geirsdóttir.
Lesa meira

Aðalfundur CP félagsins

26.04.2016
 Minnum á 
Aðalfund CP félagsins vegna ársins 2015.
 
Verður haldinn Þriðjudaginn 26 Apríl 2016.
Sjónarhóll 2 hæð
 
Venjuleg Aðalfundarstörf.
 
Stjórn CP félagsins
Lesa meira

Breyting á netföngum.

2.03.2016
Kæru félagsmenn. Töluvert er að netföng hjá ykkur hafa breyst. CP félagið fær töluvert af pósti sem ekki nær á áfangastað. Ef þið hafið fengið nýtt netfang og lagt niður annað væri það gott ef þið mynduð senda nýjar upplýsingar á cp@cp.is
Lesa meira

Þorrablót CP félagsins

6.01.2016

Hið sívinsæla Þorrablót CP félagsins verður haldið 6.Febrúar 2016.

Lesa meira

Jólakveðja CP félagsins

24.12.2015
 CP félagið óskar félögum og velunurum Gleðileg Jól og farsælt komandi ár og þökk fyrir árið sem er að líða.
Lesa meira

Jólahátíð Fatlaðra

26.11.2015
Jólahátíð Fatlaðra verðu haldinn 10 desember 2015 á Hilton Reykjavík Nordica klukkan 20
Húsið opnar 19:00 og dagskrá lýkur um klukkan 21:30.
Margir góðir skemmtikraftar.
Lesa meira

Paralympic dagurinn.

7.10.2015
Paralympic-dagurinn verður haldinn hátíðlegur í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal þann 31. október næstkomandi. Opinn og stórskemmtilegur kynningardagur á íþróttum fatlaðra. Allir velkomnir. Verkefnið verður nánar auglýst síðar - takið daginn frá!
Lesa meira

Norðulandamót fatlaðra í sundi.

14.09.2015
Norðurlandamót fatlaðra í sundi fer fram í Bergen í Noregi dagna 3.-4. október næstkomandi. Íþróttasamband fatlaðra hefur valið 11 sundmenn til þátttöku í mótinu þar af eru fjórir einstaklingar með CP á leið á mótið og þau eru: Thelma Björg Björnsdóttir ÍFR Guðmundur Hákon Hermannsson KR Marinó Ingi Adolfsson ÍFR Hjörtur Már Ingvarsson Fjörður CP félagið óskar þeim góðs gengis á mótinu
Lesa meira

Kynning Frjálsar Íþróttir

8.09.2015
Frjálsar íþróttir - ÍFR Opnar frjálsíþróttaæfingar á vegum ÍFR fyrir hreyfihömluð börn og unglinga 10 – 16 ára verður dagana 7. og 9. september og svo 14. og 16. september n.k. Mæting er við World Class í Laugum kl. 17. – 18.00. Þjálfari er Gunnar Pétur Harðarson. Skráning er hjá ÍFR thordur@ifr.is og gunnipe91@gmail.com Einnig er hægt að mæta og skrá sig Markmiðið með opnum frjálsíþróttaæfingum er að gefa hreyfihömluðum börnum og unglingum tækifæri til að kynna sér frjálsar íþróttir.
Lesa meira

Vetrarstarf CP félagsins

25.08.2015
Vetrarstarfið hjá CP félaginu hefst 1 september næst komandi. Skrifstofan er opinn fyrir hádegi á þriðjudögum og eftir klukkan 17 á fimmtudögum á Sjónarhól.
Lesa meira

Viðgerðarþjónusta léttra tækja.

10.06.2015
Ágætu samstarfsaðilar, Í síðustu viku sendi ég ykkur upplýsingar um sumaropnun Sjúkratrygginga Íslands, sjá hér neðar. Nú vil minna á að Sjúkratryggingar Íslands eru með samninga við hjólreiðaverkstæði um viðgerðir á handknúnum hjólastólum og göngugrindum svo og samninga við verkstæði á Akureyri og í Vestmannaeyjum um viðgerðir á hjálpartækjum. Þessar upplýsingar eru að finna á vefsíðu stofnunarinnar www.sjukra.is undir hjálpartæki. Viðgerðarþjónusta vegna göngugrinda og handknúinna hjólastóla Sjúkratryggingar Íslands eru með samninga við Hjólið SLB ehf í Kópavogi og Örninn hjól ehf í Reykjavík um einfaldar viðgerðir á göngugrindum og handknúnum hjólastólum. Notendur geta sótt viðgerðarþjónustu til þessara hjólreiðaverkstæða vegna einfaldra viðgerða á göngugrindum og handknúnum hjólastólum. Notendur geta einnig valið verkstæði hjálpartækjamiðstöðvar SÍ kjósi þeir það frekar. Vonast er til að þessi þjónusta sé til bóta fyrir notendur hjálpartækja. Dæmi um einfaldari viðgerðir á göngugrindum: Skipta um hjól, legur, handföng og grip, festa grip á handföng, skipta um barka, laga læsingu og gera við bremsur. Dæmi um einfaldari viðgerðir á hjólastólum: Skipta um legur að framan, gúmmí á keyrsluhandfangi, legur í göflum, arma og hjól á veltivörn, gera við sprungið dekk, skipta um dekk og legur aftan, laga fótafjalir, barka í bremsum, barka í bakhalla, herða upp stólinn, laga bremsur og hliðarspjöld, skipta um eða laga veltivörn, laga bakhalla, herða upp gjarðir, skipta um gjarðir og pumpu, gera við bremsur aðstoðarmanns. Hjólið ehf Örninn hjól ehf Smiðjuvegi 9 Faxafen 8 Sími: 561 0304 Sími: 588-9890 Kópavogi Reykjavík Viðgerðaþjónusta utan höfuðborgarsvæðis Sjúkratryggingar Íslands eru með samninga um viðgerðir á hjálpartækjum við verkstæðið Rafeyri ehf. á Akureyri og Geisla ehf. í Vestmannaeyjum. Með þessum samningum geta notendur fyrir norðan og í Vestmannaeyjum sótt viðgerðarþjónustu í heimabyggð á hjálpartækjum. Gilda sömu reglur um viðgerðir á þessum verkstæðum og á verkstæði SÍ. Notendur á þessum landsvæðum geta einnig valið verkstæði SÍ kjósi þeir það frekar. Vonast er til að þessi þjónusta sé til bóta fyrir notendur hjálpartækja. Akureyri Vestmannaeyjar Rafeyri ehf. Geisli ehf. Norðurtanga 5 Flötum 29 Sími: 461 1221 Sími: 481 3333
Lesa meira

Aðalfundur CP félagsins.

22.05.2015
Aðalfundur félagsins var haldinn 20 apríl síðastliðinn. Þó nokkrar breytingar voru gerðar á lögum félagsins. Þær má sjá á heimasíðunni. Nýr formaður tók við félaginu Björn Valdimarsson sem hefur verið stjórnarmaður í félaginu lengur en elstu menn muna. Þrír stjórnarmenn hættu í stjórn þau Klara Geirsdóttir og Björn Árni Ólafsson og Sigurborg Sturludóttir og eru þeim þökkuð störf í þágu félagsins. Nýir stjórnarmenn sem komu til starfa eru þau Loftur Atli Eiríksson og Anna Jónnson Þorsteinsdóttir og eru þau boðinn velkominn til starfa. Fyrir eru í stjórn Daníel Ómar Viggósson, Nína Sif Gilsfjörð, Steinunn Þorsteinsdóttir og Anna María Emilsdóttir. Stjórnin hefur skipt með sér verkum.
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir um sumarhús hjá Umhyggju

11.02.2015
 Nú er búið að opna fyrir umsóknir um sumarhús hjá Umhyggju.
Lesa meira

Frjálsíþróttaæfingar fyrir fötluð börn og ungmenni

16.09.2014

Frjálsíþróttaæfingar fyrir fötluð börn og ungmenni 13 ára og yngri hefjast á nýjan leik næsta fimmtudag, 18. september. Æfingarnar fara fram kl. 16:50-17:50 í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal.

 
Lesa meira

Málþing Sjónarhóls

1.09.2014
 Sjónarhóll boðar til málþings um samskipti og félagslega stöðu barna á Hótel Hilton Reykjavík Nordica þann 4. september kl. 12:30-16:30.
Lesa meira

Hverjir hlaupa fyrir félagið?

14.08.2014
 Nú er stutt í Reykjavíkurmaraþon og söfnun áheita í fullum gangi. Í reitnum "Á döfinni" má sjá hver staða áheitasöfnunar fyrir CP félagið er. En hverjir eru það sem hlaupa fyrir félagið og hvers vegna varð félagið fyrir valinu? Hér kemur listi yfir þá  hlaupara sem náðst hefur í og örlítið um af hverju félagið varð fyrir valinu. Listanum er raðað í númeraröð keppenda.
Lesa meira

Reykjavíkurmaraþon

4.08.2014
Staða áheitasöfnunar fyrir CP félagið í Reykjavíkurmaraþoni er 196500kr.
Lesa meira

Myndir frá sumarhátíð

26.06.2014
 Nú eru komnar myndir frá nýliðinni sumarhátíð inn á myndasafn félagsins.
Lesa meira

Sumarhátíð

16.06.2014
 Nú er skráning hafin á sumarhátíðina. Hún fer fram á sama stað og undanfarin ár, í Reykholti í Biskupstungum.
Lesa meira

"Hér erum við"

22.05.2014
 CP félagið er þátttakandi í spennandi verkefni sem er unnið í samstarfi við stofnun í Riga í Lettlandi sem heitir "Mes esam lidzas" (Hér erum við) og er stýrt af Andra Greitane. 
Lesa meira

Á döfinni

Á döfinni

Jólahátíð fatlaðra Hilton Reykjavík Nordica

Myndbönd

myndbond

Myndaalbúm